miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Með allt á hreinu

Ég hef nú ákveðið að ég ætla að vera stelpa þegar ég vil og kona þegar mér hentar. Mun þó oftar vera stelpa en kona þar sem það er oft svo erfitt að vera kona. Sérstaklega ef ég er eins og leiðinlegu konurnar sem koma stundum í kaffi og kökur í vinnunni. Þá vil ég frekar vera stelpa og hafa leyfi til þess að róla, sulla í pollum og leika mér. Þá er það á hreinu.

Ég horfði á Með allt á hreinu um daginn. Það er mjög langt síðan ég hef séð hana og ég var búin að gleyma því hvað hún er fyndin. Það er á hreinu að hún er ótrúlega fyndin.

Og það er líka á hreinu að ég væri dáin úr ást á Valgeiri Guðjónssyni ef að hann væri nær mér í aldri, t.d. bara árinu eldri.

Jæja, þá er búið að leysa þau mál.

0 ummæli: