miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Heimsku útlendingar þrjú

Kona í röndóttri peysu: "Yeah the midnight sun is so amazing. I've never seen anything like it"
Kona með risastór gleraugu: "Yeah it's something. It just makes me so confused. I could never be an Icelander"
Kona í röndóttri peysu: "What do you mean?"
Kona með risastór gleraugu: "Well, I mean, how do they know when to go to bed when the sun is always shining?"

Innskot frá ritara: Kannski þegar klukkan er komin á háttatíma eða þegar maður er þreyttur?

-----------------------

Málfarslegar villur útlendinga eitt

Ogguponsulítil japönsk kona: "Exuse me. May I borrow a toilett?"

Og í fyrsta skipti fór ég að hlægja. Þurfti að rembast við að vísa henni leiðina á klósettið án þess að hlægja og beygja mig svo niður og hlægja. Í huganum sá ég nefnilega fyrir mér mig að rogast með klósettið í fanginu til hennar og hana (u.þ.b. 4 cm. á hæð) að dröslast með klósettið út um alla Reykjavík.

-----------------------

High Five Kvöldsins: Steinar Yang Wang. Svona eiga allir viðskiptavinir að vera. Góða ferð til útlanda..

0 ummæli: