föstudagur, febrúar 29, 2008

Fésbók sendir mér stöðugt e-mail til að minna mig á hvað ég sé mikill aumingi og ómenningarlega sinnuð.

"Ragnheidur, you've been reading "The Wind-Up Bird Chronicle" for over a month now. Is this correct?"

"Ragnheidur, one of you're friends finished reading "The Wind-Up Bird Chronicle". Are you still reading it?"

"Ragnheidur, five people have reviewed "The Wind-Up Bird Chronicle". Have you finished reading it yet?"


Ég fæ alltaf jafn trylltan sammara yfir því að horfa á DVD á kvöldin, lesa blöðin í strætó, hlusta á tónlist og syngja með hástöfum, skoða tímarit á Te og Kaffi, fara í leikhús og á listasýningar í stað þess að eyða tíma með Murakami. Spurning um að eyða kannski minni tíma á Fésbók og meira tíma með góðri bók..

fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Plús

+ Ívanov í Þjóðleikhúsinu. Með því besta sem ég hef séð í lengri tíma
+ Nothing from nothing með Billy Preston
+ "Þremenningasambandið - live" í fyrsta skipti í íslenskri tónlistarsögu á Q-bar síðasta fimmtudagskvöld. Raggi þeytti skífum. Bráðum bætist hávaxnasti bassaleikari landsins við bandið og við stefnum á heimsfrægð.
+ Takeshi's Castle og Human Tetris. Þessir Japanir.
+ Sódavatn, trönuberjasafi, frosin hindber, klaki, rör og sítróna til skreytinga. Hinn daglegi kokteill hjá Leifi
+ Hommar
+ Skór og kaffi, að vanda
+ Bleikur varalitur
+ Sushibarinn - klárlega sá besti í bænum

Mínus

- "Brotin loforð.. dúdúúúdúdúú"
- Íslenskt pakk. Já pakk segi ég, andskotans pakk!
- Sólarferð á stóra sviði Þjóðleikhússins. Kannski er það grín að hafa þetta svona lélegt. Ekki fara. Nema að þið séuð fávitar

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Af Leifsgötu

Það er fæstum frétt að ég og Leifur höfum loks hafið langþráða og hamingjusama sambúð, enda hafa flestir komið þangað í kaffi eða til að skála í rautt, hvítt, bjór og Comso við Leif. Og þó, ég er væntanlega sú eina sem hef skálað við Leif. Á Gamlárskvöld gekk ég um og skálaði við veggi, ískáp, stóla og annað í eintómri gleðivímu.

En sambúðin er sæt þó svo að Leifur líti ennþá svolítið út eins og íbúð í Viðarrimanum árið 1994, fokheld, en tilbúin til notkunar. Ég á heldur ekki svo margt, sex mublur og fjóra lampa, þá að frátöldu eldhúsinu sem er jú hjarta og sál Leifs og undurfagurt. Það er reyndar yfirfullt af hinum ýmsu gerðum af glösum. Ég vil engin fleiri svoleiðis takk. Það er þó planið að fá mér gardínur á komandi mánuðum. Og kannski hurðahúna líka. Eða bara skilti á klósettið "Upptekið"/"Laust".

Mér til mikillar gleði hefur elskulegur Vignir líka flutt inn til okkar Leifs. Hann kom með sjónvarp, síma, Paulu Abdul, þessa sænsku poppdívu þarna, Lenu og mikið af þverflautugríni. Það er allt svo velkomið og þá sérstkalega hann sjálfur. Við grínum í kompunni (í alvöru), ræðum óbærilegan léttleika tilverunnar, förum í synchronized fötum á galeiðuna og skipuleggjum svo mikið af þemapartýum að bráðum verður leikið við Leif á hverjum einasta hátíðs- sem og virkum degi.

mánudagur, febrúar 18, 2008

Skúbídú

Þegar ég var lítil hlustaði ég oft á Bítlana með pabba mínum. Skiljanlega var ég ekki mjög fær í ensku og söng því bara allskonar bullorð sem hljómuðu eins og textinn. Ég uppgötaði þetta um svipað leiti og ég sá Grease aftur og áttaði mig á því að söngtextinn þýddi í alvöru eitthvað en væru ekki bara orð sem hljómuðu vel í mjúsíkútgáfu. Í gær var ég að hlusta á If I fell með Bítlunum og hlustaði í fyrsta skipti á textann. Þeir syngja víst "If I fell in love with you / would you promise to be true / and help me understand.." en ekki "If I fell in love with you / would you buy me scoobedoo / and help be understand" eins og ég hafði alltaf sungið það. Merkilegt.

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Í nótt dreymdi mig að ég væri að taka þátt í Ungfrú Ísland og allar hinar stelpurnar öfunduðu mig svo því að ég gat fléttað hárin á löppunum á mér.