föstudagur, febrúar 29, 2008

Fésbók sendir mér stöðugt e-mail til að minna mig á hvað ég sé mikill aumingi og ómenningarlega sinnuð.

"Ragnheidur, you've been reading "The Wind-Up Bird Chronicle" for over a month now. Is this correct?"

"Ragnheidur, one of you're friends finished reading "The Wind-Up Bird Chronicle". Are you still reading it?"

"Ragnheidur, five people have reviewed "The Wind-Up Bird Chronicle". Have you finished reading it yet?"


Ég fæ alltaf jafn trylltan sammara yfir því að horfa á DVD á kvöldin, lesa blöðin í strætó, hlusta á tónlist og syngja með hástöfum, skoða tímarit á Te og Kaffi, fara í leikhús og á listasýningar í stað þess að eyða tíma með Murakami. Spurning um að eyða kannski minni tíma á Fésbók og meira tíma með góðri bók..

0 ummæli: