mánudagur, febrúar 18, 2008

Skúbídú

Þegar ég var lítil hlustaði ég oft á Bítlana með pabba mínum. Skiljanlega var ég ekki mjög fær í ensku og söng því bara allskonar bullorð sem hljómuðu eins og textinn. Ég uppgötaði þetta um svipað leiti og ég sá Grease aftur og áttaði mig á því að söngtextinn þýddi í alvöru eitthvað en væru ekki bara orð sem hljómuðu vel í mjúsíkútgáfu. Í gær var ég að hlusta á If I fell með Bítlunum og hlustaði í fyrsta skipti á textann. Þeir syngja víst "If I fell in love with you / would you promise to be true / and help me understand.." en ekki "If I fell in love with you / would you buy me scoobedoo / and help be understand" eins og ég hafði alltaf sungið það. Merkilegt.

0 ummæli: