Húrra fyrir pylsugerðarmanninum!
Í tilefni sumars héldum við Lóla stórkostlegt glimmer/sumar/mojitopartý hérna heima á föstudaginn. Við höfðum keypt okkur glimmerhatta í París (sem merkilegt nokk, var ekki stolið frá okkur) og vorum útglimmeraðar. Svo stóðum við á barnum og seldum mojito eða sátum í svefherberginu og usum glimmer yfir gesti. Sem má í dag auðveldlega sjá hvert sem litið er, því allt bókstaflega glitrar hér í íbúðinni. Húrra fyrir glimmeri!
Jón og Clooney eyddu með okkur fyrri hluta laugardags sem fór í subb og afslappelsi. Við horfðum á stórkostlega lélegt sjónvarpsefni (þar var Keanu Reeves að sjálfsögðu fremstur í flokki). Svo horfðum við Lóla á krónprinsinn segja frá nýju prinsessunni. Nú langar mig að fara að höllinni og sjá hana þegar hún verður sýnd almúganum. Maður þarf að nýta sér það að búa í kununglegu landi. Húrra fyrir prinsessunni!
Í gær ætluðum við svo á Feist tónleika. Þeim var að sjálfsögðu aflýst eins og venjan er hér í Kóngsins. Við Kakó eigum líka miða á Joanna Newsome í kvöld. Það er spurning hvar við eigum að eyða kvöldinu að drekka bjór og þykjast vera á tónleikum.. nei bíddu. Þeim er ekki aflýst. Húrra fyrir Joanna Newsome!
Það er líka sjúklega gaman í skólanum þessa dagana. Við erum nýbyrjuð á trúðnum og höfum aldrei verið jafn fyndin, sæt og skemmtileg. Húrra fyrir trúðunum!
fimmtudagur, apríl 19, 2007
Åh, dejligt!
Fyrst að þessi póstur er um Kóngsins ætla ég að slæða inn dönskuslettum, hver finnur flestar?
Snarlega hef ég búið hér í Kóngsins í 10 mánuði og lítur allt út fyrir að ég verði hér um þónokkurt skeið í viðbót þó að sjálfsögðu með mislöngum stoppum á vores ísa kalda landi. Það eru nokkrir sjálfgefnir hlutir sem maður elskar við Kóngsins, eins og t.d. að það sé hægt að sukla hvert sem er, hér fæst öl hvar sem er - hvenær sem er, gömlu húsin og fallegu íbúðirnar.. Hér eru nokkrir hlutir sem ég elska hátt við Kóngsins
- Hér fæst djús á glerflöskum. Það er allt betra á glerflöskum
- Á hverju horni má finna grænmetishandlara. Ég elska þá, þó svo að oft sé sagt að þeir selji ýmislegt annað en grænmeti
- Hér er H&M, nauðsyn námsmannsins
- Kaffihúsin, barirnir og veitingarhúsin eru dreifð um alla borg, ekki einungis á einu svæði í miðborginni. Það er því lítið mál að taka einn kaffi eða bjór.
- Hjólastígurinn sem liggur í gegnum Frederiksberg, einhvern hluta Lyngby og jafnvel Nörrebro, ef mér skjátlast ekki. Hann er eins og bílabrautin í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum.
- Ég elska alla garðana hérna. Hafir hér, hafir þar, hafir allstaðar með kölfóttan dúk, kaffi og söde sager.
- Bodegur eru hornbarir þar sem hinn almenni Dani fer eftir vinnu og fær sér einn öl á tíkall eða svo. Sikkert eitt skemmtilegasta subb í Kóngsins.
- Pizzur á halvtreds.
- Danska.. "Nåh OK!"
Og svo er líka að koma forår og sumar svo að tréin eru að vera græn og bleik. Þið eruð velkomin í heimsókn kære venner!
Fyrst að þessi póstur er um Kóngsins ætla ég að slæða inn dönskuslettum, hver finnur flestar?
Snarlega hef ég búið hér í Kóngsins í 10 mánuði og lítur allt út fyrir að ég verði hér um þónokkurt skeið í viðbót þó að sjálfsögðu með mislöngum stoppum á vores ísa kalda landi. Það eru nokkrir sjálfgefnir hlutir sem maður elskar við Kóngsins, eins og t.d. að það sé hægt að sukla hvert sem er, hér fæst öl hvar sem er - hvenær sem er, gömlu húsin og fallegu íbúðirnar.. Hér eru nokkrir hlutir sem ég elska hátt við Kóngsins
- Hér fæst djús á glerflöskum. Það er allt betra á glerflöskum
- Á hverju horni má finna grænmetishandlara. Ég elska þá, þó svo að oft sé sagt að þeir selji ýmislegt annað en grænmeti
- Hér er H&M, nauðsyn námsmannsins
- Kaffihúsin, barirnir og veitingarhúsin eru dreifð um alla borg, ekki einungis á einu svæði í miðborginni. Það er því lítið mál að taka einn kaffi eða bjór.
- Hjólastígurinn sem liggur í gegnum Frederiksberg, einhvern hluta Lyngby og jafnvel Nörrebro, ef mér skjátlast ekki. Hann er eins og bílabrautin í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum.
- Ég elska alla garðana hérna. Hafir hér, hafir þar, hafir allstaðar með kölfóttan dúk, kaffi og söde sager.
- Bodegur eru hornbarir þar sem hinn almenni Dani fer eftir vinnu og fær sér einn öl á tíkall eða svo. Sikkert eitt skemmtilegasta subb í Kóngsins.
- Pizzur á halvtreds.
- Danska.. "Nåh OK!"
Og svo er líka að koma forår og sumar svo að tréin eru að vera græn og bleik. Þið eruð velkomin í heimsókn kære venner!
þriðjudagur, apríl 17, 2007
Fabulous in France
Ég var fabulous í París síðustu daga. Fékk mér hvítvínsglas í hádeginu, þriggja rétta, osta og rauðvín í kvöldmat, rölti um stræti Parísar í svörtu og hvítu með rauðan varalit og Coco Chanel, fékk mér fersk jarðaber og söng í kirkjum Parísar. Ég fór líka á allskonar hommsustaði og dansaði í teknóljósum við sveitta, bera karlmenn. Síðan var ég rænd. Tvisvar. Á fjórum dögum. Í fyrra skiptið í krikju ásamt fleiri saklausum og bænheyrðum kórmeðlimum. Í seinna skiptið missti ég líka varalitinn minn svo að það var ekki mikið um fabulous red lips eftir það. Samt er París fabulous og wonderful. Næst ætla ég bara að fara á brókinni einni saman svo að ég verði örugglega ekki rænd meira.
Ég var fabulous í París síðustu daga. Fékk mér hvítvínsglas í hádeginu, þriggja rétta, osta og rauðvín í kvöldmat, rölti um stræti Parísar í svörtu og hvítu með rauðan varalit og Coco Chanel, fékk mér fersk jarðaber og söng í kirkjum Parísar. Ég fór líka á allskonar hommsustaði og dansaði í teknóljósum við sveitta, bera karlmenn. Síðan var ég rænd. Tvisvar. Á fjórum dögum. Í fyrra skiptið í krikju ásamt fleiri saklausum og bænheyrðum kórmeðlimum. Í seinna skiptið missti ég líka varalitinn minn svo að það var ekki mikið um fabulous red lips eftir það. Samt er París fabulous og wonderful. Næst ætla ég bara að fara á brókinni einni saman svo að ég verði örugglega ekki rænd meira.
miðvikudagur, apríl 11, 2007
Á fyrsta degi páska..
Marga hef ég átt þá góða páskadagana, en ekki margir jafnast á við þann sem ég átti síðasta sunnudag (þá í meiningunni páksasunnudagur). Eftir páskaeggja- og lakkríspípuleit okkar Lólu um gjörvalla Kóngsins fórum við að syngja í messu þar sem við hófum daginn á örlitlu messuvíni. Svo var haldið til veislu með Kakó og Karól þar sem á borðum voru hinar ýmsu krásir eins og vorsalatum með bláberjum, jarðaberjum, fetaosti og furuhnetum, hindberja-vinagrette, mozzarella salat, grillaður geitaostur, marineruð og hunangsgljáð kalkúnabringa, innbökuð gourmet kartölfumús í smjördeig, dreggjavín og hamingja. Á eftir var svo meiningin að subba svolítið í hinum ýmsu úrvalsostum en lítið varð úr því sökum mettunar. Og segiði svo að við kunnum ekki að halda matarboð! Að sjálfsögðu enduðum við kvöldið í gleði með hinum stórgóða Danska mjöð, Tuborg.
Í kvöld erum við á fyrsta ári að fara að halda okkar aðra sýningu, núna er það storytelling sýning. Af einhverjum ástæðum eru allir búnir að vera á barmi taugaáfalls fyrir utan eina karlmanninn í hópnum sem hefur tekið að sér það hlutverk að hugga allar konurnar sínar og hugreysta. Hann hefur staðið sig mjög vel. En þetta er engu að síður allt saman að smella saman, sem er gott. Við Lóla myndum heldur ekki þola meira álag því kl. 5.30 verðum við staddar á Kastrup, updressaðar í eitthvað fabjúlöss á leiðinni til París (April in Paris.. ræ ræ ræææ). Og sumarið svo sannarlega komið hingað til Kóngsins. Sem er stórgott. Ennþá betra þó að í París er víst um 25 stiga hiti..
Marga hef ég átt þá góða páskadagana, en ekki margir jafnast á við þann sem ég átti síðasta sunnudag (þá í meiningunni páksasunnudagur). Eftir páskaeggja- og lakkríspípuleit okkar Lólu um gjörvalla Kóngsins fórum við að syngja í messu þar sem við hófum daginn á örlitlu messuvíni. Svo var haldið til veislu með Kakó og Karól þar sem á borðum voru hinar ýmsu krásir eins og vorsalatum með bláberjum, jarðaberjum, fetaosti og furuhnetum, hindberja-vinagrette, mozzarella salat, grillaður geitaostur, marineruð og hunangsgljáð kalkúnabringa, innbökuð gourmet kartölfumús í smjördeig, dreggjavín og hamingja. Á eftir var svo meiningin að subba svolítið í hinum ýmsu úrvalsostum en lítið varð úr því sökum mettunar. Og segiði svo að við kunnum ekki að halda matarboð! Að sjálfsögðu enduðum við kvöldið í gleði með hinum stórgóða Danska mjöð, Tuborg.
Í kvöld erum við á fyrsta ári að fara að halda okkar aðra sýningu, núna er það storytelling sýning. Af einhverjum ástæðum eru allir búnir að vera á barmi taugaáfalls fyrir utan eina karlmanninn í hópnum sem hefur tekið að sér það hlutverk að hugga allar konurnar sínar og hugreysta. Hann hefur staðið sig mjög vel. En þetta er engu að síður allt saman að smella saman, sem er gott. Við Lóla myndum heldur ekki þola meira álag því kl. 5.30 verðum við staddar á Kastrup, updressaðar í eitthvað fabjúlöss á leiðinni til París (April in Paris.. ræ ræ ræææ). Og sumarið svo sannarlega komið hingað til Kóngsins. Sem er stórgott. Ennþá betra þó að í París er víst um 25 stiga hiti..
þriðjudagur, apríl 03, 2007
Enn af Borella
"Og hvenær áttu svo að fæða?" spurði maðurinn á borði 7 þar sem ég stóð og tók pöntun. "Fæða?" svaraði ég "ömm, ég er ekki ólétt". Skiljanlega fannst mér þetta heldur óþægilegt sérstaklega þar sem ég hafði þjáðst af fitubolluveiki síðustu daga. "Þú hlýtur að vera ólétt. Enginn kona sem er ekki ólétt er með svona maga. Þú berð þig þá bara svona svakalega illa". "Já.. ömm. Takk?" Ég velti því svo heillengi fyrir mér hvort að ég ætti að skyrpa eða pissa í rauðvínis hans. Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. Ég man vel eftir þessu atviki. Kannski fjáfesti ég mér í lífsstykki..
Stuttu seinna komu þrjár vinkonur sem ég áætla að séu allar giftar dönskum eða hollenskum barónum. Þær voru ofsalega leiðinlegar. En það merkilegast vara að ein var í bleikri Channel dragt (og þegar ég segi bleik þá er ég að meina bleik), í bleikum Channel skóm, mað Dior eyrnalokka og Channel no. 5 ilmvatn, Rolex gullúr, með Dior tösku, Dior veski, Dior sólgelraugu og í Burberry flísponsjó (sem leit út eins og flísteppi). Ég var alveg viss um að svona fólk væri bara í bíómyndunum?
Annars hélt það mér kátri í vinnunni að Laurent hafði ákveðið að halda stand-up fyrir mig eina. Fyrst hafði hann vafið snúrunni á töfrasprotanum um haldfangið á ofninum og bað mig svo um 5 krónur. Þær þóttist hann setja í peningarauf á ofninum og fór svo að syngja karókí. Ekki einu sinni, heldur oft. Svo var hann að velta fyrir sér hvort hann ætti að setja uppþvottalög í uppþvottavélina því þá myndi freyða út um allt, reyndi að setja plastfilmu yfir rauðvínsglas hjá fastakúnna og stóð svo heillengi fyrir utan eftir vinnu og þóttist vera að opna hjólið sitt með fjarstýringu, svona eins og á bílum, og sagði "Blík! Blík!". Ekki ólíkt því að vinna á leikskóla?
"Og hvenær áttu svo að fæða?" spurði maðurinn á borði 7 þar sem ég stóð og tók pöntun. "Fæða?" svaraði ég "ömm, ég er ekki ólétt". Skiljanlega fannst mér þetta heldur óþægilegt sérstaklega þar sem ég hafði þjáðst af fitubolluveiki síðustu daga. "Þú hlýtur að vera ólétt. Enginn kona sem er ekki ólétt er með svona maga. Þú berð þig þá bara svona svakalega illa". "Já.. ömm. Takk?" Ég velti því svo heillengi fyrir mér hvort að ég ætti að skyrpa eða pissa í rauðvínis hans. Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. Ég man vel eftir þessu atviki. Kannski fjáfesti ég mér í lífsstykki..
Stuttu seinna komu þrjár vinkonur sem ég áætla að séu allar giftar dönskum eða hollenskum barónum. Þær voru ofsalega leiðinlegar. En það merkilegast vara að ein var í bleikri Channel dragt (og þegar ég segi bleik þá er ég að meina bleik), í bleikum Channel skóm, mað Dior eyrnalokka og Channel no. 5 ilmvatn, Rolex gullúr, með Dior tösku, Dior veski, Dior sólgelraugu og í Burberry flísponsjó (sem leit út eins og flísteppi). Ég var alveg viss um að svona fólk væri bara í bíómyndunum?
Annars hélt það mér kátri í vinnunni að Laurent hafði ákveðið að halda stand-up fyrir mig eina. Fyrst hafði hann vafið snúrunni á töfrasprotanum um haldfangið á ofninum og bað mig svo um 5 krónur. Þær þóttist hann setja í peningarauf á ofninum og fór svo að syngja karókí. Ekki einu sinni, heldur oft. Svo var hann að velta fyrir sér hvort hann ætti að setja uppþvottalög í uppþvottavélina því þá myndi freyða út um allt, reyndi að setja plastfilmu yfir rauðvínsglas hjá fastakúnna og stóð svo heillengi fyrir utan eftir vinnu og þóttist vera að opna hjólið sitt með fjarstýringu, svona eins og á bílum, og sagði "Blík! Blík!". Ekki ólíkt því að vinna á leikskóla?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)