Á fyrsta degi páska..
Marga hef ég átt þá góða páskadagana, en ekki margir jafnast á við þann sem ég átti síðasta sunnudag (þá í meiningunni páksasunnudagur). Eftir páskaeggja- og lakkríspípuleit okkar Lólu um gjörvalla Kóngsins fórum við að syngja í messu þar sem við hófum daginn á örlitlu messuvíni. Svo var haldið til veislu með Kakó og Karól þar sem á borðum voru hinar ýmsu krásir eins og vorsalatum með bláberjum, jarðaberjum, fetaosti og furuhnetum, hindberja-vinagrette, mozzarella salat, grillaður geitaostur, marineruð og hunangsgljáð kalkúnabringa, innbökuð gourmet kartölfumús í smjördeig, dreggjavín og hamingja. Á eftir var svo meiningin að subba svolítið í hinum ýmsu úrvalsostum en lítið varð úr því sökum mettunar. Og segiði svo að við kunnum ekki að halda matarboð! Að sjálfsögðu enduðum við kvöldið í gleði með hinum stórgóða Danska mjöð, Tuborg.
Í kvöld erum við á fyrsta ári að fara að halda okkar aðra sýningu, núna er það storytelling sýning. Af einhverjum ástæðum eru allir búnir að vera á barmi taugaáfalls fyrir utan eina karlmanninn í hópnum sem hefur tekið að sér það hlutverk að hugga allar konurnar sínar og hugreysta. Hann hefur staðið sig mjög vel. En þetta er engu að síður allt saman að smella saman, sem er gott. Við Lóla myndum heldur ekki þola meira álag því kl. 5.30 verðum við staddar á Kastrup, updressaðar í eitthvað fabjúlöss á leiðinni til París (April in Paris.. ræ ræ ræææ). Og sumarið svo sannarlega komið hingað til Kóngsins. Sem er stórgott. Ennþá betra þó að í París er víst um 25 stiga hiti..
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli