Húrra fyrir pylsugerðarmanninum!
Í tilefni sumars héldum við Lóla stórkostlegt glimmer/sumar/mojitopartý hérna heima á föstudaginn. Við höfðum keypt okkur glimmerhatta í París (sem merkilegt nokk, var ekki stolið frá okkur) og vorum útglimmeraðar. Svo stóðum við á barnum og seldum mojito eða sátum í svefherberginu og usum glimmer yfir gesti. Sem má í dag auðveldlega sjá hvert sem litið er, því allt bókstaflega glitrar hér í íbúðinni. Húrra fyrir glimmeri!
Jón og Clooney eyddu með okkur fyrri hluta laugardags sem fór í subb og afslappelsi. Við horfðum á stórkostlega lélegt sjónvarpsefni (þar var Keanu Reeves að sjálfsögðu fremstur í flokki). Svo horfðum við Lóla á krónprinsinn segja frá nýju prinsessunni. Nú langar mig að fara að höllinni og sjá hana þegar hún verður sýnd almúganum. Maður þarf að nýta sér það að búa í kununglegu landi. Húrra fyrir prinsessunni!
Í gær ætluðum við svo á Feist tónleika. Þeim var að sjálfsögðu aflýst eins og venjan er hér í Kóngsins. Við Kakó eigum líka miða á Joanna Newsome í kvöld. Það er spurning hvar við eigum að eyða kvöldinu að drekka bjór og þykjast vera á tónleikum.. nei bíddu. Þeim er ekki aflýst. Húrra fyrir Joanna Newsome!
Það er líka sjúklega gaman í skólanum þessa dagana. Við erum nýbyrjuð á trúðnum og höfum aldrei verið jafn fyndin, sæt og skemmtileg. Húrra fyrir trúðunum!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli