laugardagur, október 02, 2004

Bull

Var að koma heim úr vinnunni. Líður eins og ég þurfi að gubba. Kannski morgunógleði. Var allavega spurð að því áðan hvort ég væri ólétt (annað skiptið á stuttum tíma, spurning um að taka aðhaldið aðeins alvarlegra. Þetta er ekki sjovt eins og Daninn segir). Í staðinn fyrir að hlægja svaraði ég manninum bara játandi. Komin fjóra mánuði á leið. Þá sagði hann að það sæjist nú ekkert á mér (undarlegt, þar sem ég er nú einu sinni ekki ólétt) en ég hefði þessa óléttuútgeislun. Síðan eyddi hann löngum tíma (kannski 6 min.) í að hössla konu, fór með henni inn á klósett og kom aftur. Þau voru áhugasöm um aldur minn (21 árs), barnsföðurinn (hin fullkomni kærasti - ímyndaði kærastinn minn til 4 ára), hvar ég ætlaði að búa (í íbúðinni okkar í Norðurmýrinni), hvernig ég ætlaði að lifa af (er að vinna hjá útgáfufyrirtæki, góð vinna) og svo framvegis. Þegar þau fóru þá óskuðu þau mer alls í hins besta með barnið mitt og meðgönguna auk þess sem konan hélt kortersræðu um brjóstagjöf, uppeldi barna, fyrsta skóladaginn, bleyjuverð, hættur á heimilinu, besta barnamatinn og ýmislegt annað nytsamlegt.
Skemmtilegt.

Og talandi um að gubba. Á morgun ælta ég að póstleggja bréf sem ég skrifaði Uglu um daginn. Það er mjög langt. Og kannski skemmtilegt. Og á morgun ætla ég líka að byrja á turbotiltekt (þetta orð minnir mig á túrtappa) í herberginu. Einu sinni stóð svoleiðis tiltekt í tvö ár (frá desember 1998-janúar 1999). Svo tekur við endurskipulagnning á lífnu, sem gerist ávallt með haustinu en fer einhvern vegin alltaf í vaskinn aðeins seinna með haustinu.

Þetta er rugl. Bless

0 ummæli: