þriðjudagur, apríl 17, 2007

Fabulous in France

Ég var fabulous í París síðustu daga. Fékk mér hvítvínsglas í hádeginu, þriggja rétta, osta og rauðvín í kvöldmat, rölti um stræti Parísar í svörtu og hvítu með rauðan varalit og Coco Chanel, fékk mér fersk jarðaber og söng í kirkjum Parísar. Ég fór líka á allskonar hommsustaði og dansaði í teknóljósum við sveitta, bera karlmenn. Síðan var ég rænd. Tvisvar. Á fjórum dögum. Í fyrra skiptið í krikju ásamt fleiri saklausum og bænheyrðum kórmeðlimum. Í seinna skiptið missti ég líka varalitinn minn svo að það var ekki mikið um fabulous red lips eftir það. Samt er París fabulous og wonderful. Næst ætla ég bara að fara á brókinni einni saman svo að ég verði örugglega ekki rænd meira.

0 ummæli: