þriðjudagur, apríl 03, 2007

Enn af Borella

"Og hvenær áttu svo að fæða?" spurði maðurinn á borði 7 þar sem ég stóð og tók pöntun. "Fæða?" svaraði ég "ömm, ég er ekki ólétt". Skiljanlega fannst mér þetta heldur óþægilegt sérstaklega þar sem ég hafði þjáðst af fitubolluveiki síðustu daga. "Þú hlýtur að vera ólétt. Enginn kona sem er ekki ólétt er með svona maga. Þú berð þig þá bara svona svakalega illa". "Já.. ömm. Takk?" Ég velti því svo heillengi fyrir mér hvort að ég ætti að skyrpa eða pissa í rauðvínis hans. Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. Ég man vel eftir þessu atviki. Kannski fjáfesti ég mér í lífsstykki..

Stuttu seinna komu þrjár vinkonur sem ég áætla að séu allar giftar dönskum eða hollenskum barónum. Þær voru ofsalega leiðinlegar. En það merkilegast vara að ein var í bleikri Channel dragt (og þegar ég segi bleik þá er ég að meina bleik), í bleikum Channel skóm, mað Dior eyrnalokka og Channel no. 5 ilmvatn, Rolex gullúr, með Dior tösku, Dior veski, Dior sólgelraugu og í Burberry flísponsjó (sem leit út eins og flísteppi). Ég var alveg viss um að svona fólk væri bara í bíómyndunum?

Annars hélt það mér kátri í vinnunni að Laurent hafði ákveðið að halda stand-up fyrir mig eina. Fyrst hafði hann vafið snúrunni á töfrasprotanum um haldfangið á ofninum og bað mig svo um 5 krónur. Þær þóttist hann setja í peningarauf á ofninum og fór svo að syngja karókí. Ekki einu sinni, heldur oft. Svo var hann að velta fyrir sér hvort hann ætti að setja uppþvottalög í uppþvottavélina því þá myndi freyða út um allt, reyndi að setja plastfilmu yfir rauðvínsglas hjá fastakúnna og stóð svo heillengi fyrir utan eftir vinnu og þóttist vera að opna hjólið sitt með fjarstýringu, svona eins og á bílum, og sagði "Blík! Blík!". Ekki ólíkt því að vinna á leikskóla?

0 ummæli: