Þetta er gaman
Ég er hjartanlega óinspíreruð svo að ég get ekki skrifað neitt skemmtilegt né af viti. Listatími
+ Á föstudaginn var fyrsta sýningin okkar á fyrsta ári, sem gekk mjög vel. Það var gaman og við vorum öll glöð.
+ Í kvöld vorum við Lólu með lítið atriði á Open Stage í fínu íbúðinni / "listrýminu" hans Kurt (trúðurinn sem hangir á hvolfi). Það var líka gaman vegna þess að við erum svo fyndnar.
+ Mamma er búin að dekra mig uppúr skónum. Það er líka gaman. Hún er því miður snúin aftur til Íslands en mamma Lólu ætlar að fylla ískápinn okkar nokkrum sinnum í viðbót fram á þriðjudaginn. Það er gaman.
+ Það er búin að vera svakalegur snjóstormur (les: íslenskt vetrarveður) í Kóngins. Samgöngur eru alveg í rusli, strætó kemur bara þegar hann kemur og lestin gengur lítið sem ekkert. Það er ekki gaman. En öll Kóngins er klædd voðalega fínum snjó og það er gaman.
Nú er Bles
þriðjudagur, febrúar 20, 2007
Internetið hérna í slottinu er alveg að s***a uppá bak þessa dagana svo lítið sem ekkert hefur verið um blogg né internetráf. The Best of the Worst vikunnar, sem er stutt og laggott, er væntanlega með þessari kempu þó að það sé nokkuð augljóst að það verður seint og jafnvel aldrei á repeat yfir bjósötri né öðru. Ætli við endum ekki í hinu víðfræga 16 sæti, enda er ég nokkuð viss um að við eigum seint og síðar meir eftir að ná okkur uppúr þessri blessaðri forkeppni. En mikið ofsalega er ég sátt með að Eikar Hauks, sem og dönsku dragdrottninguna. Og ofsalega var ég sátt við heiðursgesti helgarinnar, Ebmlu, Tybba Feita, Sigga Vært, Benna og Kristínu. Slottið var nýtt hið ýtrasta og vetrarfríið sömuleiðis. Heiðursgestir komandi helgar verða þó afar kærkomnir, mæður okkar Lólu sem ætla að umvefja okkur endalusri móðurást og gjafmildi, vona ég. Og svo heppilega vill til að akkúrat á föstudaginn verður fyrsta sýning okkar fyrsta árs nema, svo að ef að einhver á leið um Kóngsins á föstudaginn þá er sá hinn sami hjartanlega velkomin að Præstoegade 17 í bakhúsinu á ókeypis grímusýninguna sem hefst kl. 20.
laugardagur, febrúar 10, 2007
The Best of the Worst
Lag vikunnar er í flutningu Ertha Kitt. Kitt er frægust fyrir hlutverk sitt sem Catwoman, en hlutverkið gerði hún víst ódauðlegt með einstöku purri sínu, sem engin, fyrr né síðar, hefur getað leikið eftir. Lag vikunnar gaf hún út árið 1984, 57 ára að aldri, eftir þónokkra lægð í bransanum. Lagið náði inná vinsældarlista þó að það hefi setið í neinu hásæti, en á þó í dag, líkt og þá, miklum vinsældum að fagna á meðal homma út um allan heim. Í myndbandinu er Eartha grimm á svip þar sem hún situr og reykir á tígrisdýrafeld, faðmar styttur og eldurspeglast í talnaskífum á símum (mitt persónulega uppáhald). Where is My Man?, laugardagslag vikunnar. Takið sérstaklega eftir því hvað Kitt lítur út fyrir að vera eldri kvennútgáfan af Micheal Jackson..
Lag vikunnar er í flutningu Ertha Kitt. Kitt er frægust fyrir hlutverk sitt sem Catwoman, en hlutverkið gerði hún víst ódauðlegt með einstöku purri sínu, sem engin, fyrr né síðar, hefur getað leikið eftir. Lag vikunnar gaf hún út árið 1984, 57 ára að aldri, eftir þónokkra lægð í bransanum. Lagið náði inná vinsældarlista þó að það hefi setið í neinu hásæti, en á þó í dag, líkt og þá, miklum vinsældum að fagna á meðal homma út um allan heim. Í myndbandinu er Eartha grimm á svip þar sem hún situr og reykir á tígrisdýrafeld, faðmar styttur og eldurspeglast í talnaskífum á símum (mitt persónulega uppáhald). Where is My Man?, laugardagslag vikunnar. Takið sérstaklega eftir því hvað Kitt lítur út fyrir að vera eldri kvennútgáfan af Micheal Jackson..
fimmtudagur, febrúar 08, 2007
Því að ég veit að ykkur þyrstir í smáatriði úr lífi mínu..
Jæja, allt er að falla í hversdagslegar skorður, eins hversdagslegar og þær geta orðið (eins og ég hef sagt sirka 40 sinnum; að lífið hérna í Kóngsins virðist alltaf vera ansi langt frá hinum hefðbundna hversdagsleika). Við Lóla vöknum við Somewhere Beyond The Sea með Bobby Darin og fáum okkur kaffi, algjörlega nauðsynlegt þegar maður þarf stundum að mæta kl. 7.30. Í skólanum erum við t.d. að láta okkur falla af píanóinu og vona að samnemendur okkar grípi okkur. Í augnablikinu erum við svo að vinna að sýningu sem verður vonandi í enda febrúar. Ég er byrjuð að synda og á laugardaginn ætla ég að byrja að hlaupa eða allavega standa í svitalyktinni í líkamsræktarstöðinni og ímynda mér að ég sé workin' it down! Ég er líka byrjuð að vinna á krúttlegu kaffihúsi/veitingarhúsi hér í nágrenninu sem er gott, peningalega sem og dönskulega séð. Á morgun byrja ég svo í vetrarfríi. Þá ætla ég að vera dugleg að lesa og drekka kaffi. Svona eins og á myndinni.. alveg sjúk í þetta .gif.
Bless.
Jæja, allt er að falla í hversdagslegar skorður, eins hversdagslegar og þær geta orðið (eins og ég hef sagt sirka 40 sinnum; að lífið hérna í Kóngsins virðist alltaf vera ansi langt frá hinum hefðbundna hversdagsleika). Við Lóla vöknum við Somewhere Beyond The Sea með Bobby Darin og fáum okkur kaffi, algjörlega nauðsynlegt þegar maður þarf stundum að mæta kl. 7.30. Í skólanum erum við t.d. að láta okkur falla af píanóinu og vona að samnemendur okkar grípi okkur. Í augnablikinu erum við svo að vinna að sýningu sem verður vonandi í enda febrúar. Ég er byrjuð að synda og á laugardaginn ætla ég að byrja að hlaupa eða allavega standa í svitalyktinni í líkamsræktarstöðinni og ímynda mér að ég sé workin' it down! Ég er líka byrjuð að vinna á krúttlegu kaffihúsi/veitingarhúsi hér í nágrenninu sem er gott, peningalega sem og dönskulega séð. Á morgun byrja ég svo í vetrarfríi. Þá ætla ég að vera dugleg að lesa og drekka kaffi. Svona eins og á myndinni.. alveg sjúk í þetta .gif.
Bless.
sunnudagur, febrúar 04, 2007
The best of the worst
- Sökum tæknilegra örðugleika gat þessi færsla ekki birst í gær -
Laugardagslag vikunnar er með hljómsveitinni Steve Miller Band. Hljómsveitin er ekki, ólíkt mörgum böndum í þessum blogglið, one-hit wonder band. Hún hefur gefið út hátt í 20 misgóðar plötur á 39 ára löngum ferli sínum með lögum á borð við Shu Ba Da Du Ma Ma Ma Ma, Babes in the Wood, Can't You Hear Your Daddy's Heartbeat og Come On In My Kitchen. Lag vikunnar var þriðja og jafnframt síðasta lag hljómsveitarinnar sem náði fyrsta sæti á vinsældarlistum beggja vegna Atlanshafsins sem og fyrsta
tónlistarmyndband Steve Miller Band. Myndbandið er hins vegar stórkostlega lélegt eitís vídjó. Ég mæli með svipuhljóðunum í byrjun lagsins og öllum lélegu vídjótrikkunum sem eiga að vera galdrabrögð. Abracadabra, gjöriði svo vel!
- Sökum tæknilegra örðugleika gat þessi færsla ekki birst í gær -
Laugardagslag vikunnar er með hljómsveitinni Steve Miller Band. Hljómsveitin er ekki, ólíkt mörgum böndum í þessum blogglið, one-hit wonder band. Hún hefur gefið út hátt í 20 misgóðar plötur á 39 ára löngum ferli sínum með lögum á borð við Shu Ba Da Du Ma Ma Ma Ma, Babes in the Wood, Can't You Hear Your Daddy's Heartbeat og Come On In My Kitchen. Lag vikunnar var þriðja og jafnframt síðasta lag hljómsveitarinnar sem náði fyrsta sæti á vinsældarlistum beggja vegna Atlanshafsins sem og fyrsta
tónlistarmyndband Steve Miller Band. Myndbandið er hins vegar stórkostlega lélegt eitís vídjó. Ég mæli með svipuhljóðunum í byrjun lagsins og öllum lélegu vídjótrikkunum sem eiga að vera galdrabrögð. Abracadabra, gjöriði svo vel!
fimmtudagur, febrúar 01, 2007
Stutt update
Plús
+ Hlutir sem maður fær fríkeypis, eins og klósettpappír
+ Kakóbarinn
+ Hreyfanlegar .gif myndir
+ Café Pixie, nýfundnalandið mitt hér á Österbro. Ég er fastakúninn með Murakami bókina
+ Murakami. We're like this
+ At hygge sig. Så dejligt!
Núllað
0 Fyrsta atvinnuviðtalið mitt í mörg ár á morgun
Mínus
- Uuu.. Pass?
Plús
+ Hlutir sem maður fær fríkeypis, eins og klósettpappír
+ Kakóbarinn
+ Hreyfanlegar .gif myndir
+ Café Pixie, nýfundnalandið mitt hér á Österbro. Ég er fastakúninn með Murakami bókina
+ Murakami. We're like this
+ At hygge sig. Så dejligt!
Núllað
0 Fyrsta atvinnuviðtalið mitt í mörg ár á morgun
Mínus
- Uuu.. Pass?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)