fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Því að ég veit að ykkur þyrstir í smáatriði úr lífi mínu..

Jæja, allt er að falla í hversdagslegar skorður, eins hversdagslegar og þær geta orðið (eins og ég hef sagt sirka 40 sinnum; að lífið hérna í Kóngsins virðist alltaf vera ansi langt frá hinum hefðbundna hversdagsleika). Við Lóla vöknum við Somewhere Beyond The Sea með Bobby Darin og fáum okkur kaffi, algjörlega nauðsynlegt þegar maður þarf stundum að mæta kl. 7.30. Í skólanum erum við t.d. að láta okkur falla af píanóinu og vona að samnemendur okkar grípi okkur. Í augnablikinu erum við svo að vinna að sýningu sem verður vonandi í enda febrúar. Ég er byrjuð að synda og á laugardaginn ætla ég að byrja að hlaupa eða allavega standa í svitalyktinni í líkamsræktarstöðinni og ímynda mér að ég sé workin' it down! Ég er líka byrjuð að vinna á krúttlegu kaffihúsi/veitingarhúsi hér í nágrenninu sem er gott, peningalega sem og dönskulega séð. Á morgun byrja ég svo í vetrarfríi. Þá ætla ég að vera dugleg að lesa og drekka kaffi. Svona eins og á myndinni.. alveg sjúk í þetta .gif.

Bless.

0 ummæli: