þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Internetið hérna í slottinu er alveg að s***a uppá bak þessa dagana svo lítið sem ekkert hefur verið um blogg né internetráf. The Best of the Worst vikunnar, sem er stutt og laggott, er væntanlega með þessari kempu þó að það sé nokkuð augljóst að það verður seint og jafnvel aldrei á repeat yfir bjósötri né öðru. Ætli við endum ekki í hinu víðfræga 16 sæti, enda er ég nokkuð viss um að við eigum seint og síðar meir eftir að ná okkur uppúr þessri blessaðri forkeppni. En mikið ofsalega er ég sátt með að Eikar Hauks, sem og dönsku dragdrottninguna. Og ofsalega var ég sátt við heiðursgesti helgarinnar, Ebmlu, Tybba Feita, Sigga Vært, Benna og Kristínu. Slottið var nýtt hið ýtrasta og vetrarfríið sömuleiðis. Heiðursgestir komandi helgar verða þó afar kærkomnir, mæður okkar Lólu sem ætla að umvefja okkur endalusri móðurást og gjafmildi, vona ég. Og svo heppilega vill til að akkúrat á föstudaginn verður fyrsta sýning okkar fyrsta árs nema, svo að ef að einhver á leið um Kóngsins á föstudaginn þá er sá hinn sami hjartanlega velkomin að Præstoegade 17 í bakhúsinu á ókeypis grímusýninguna sem hefst kl. 20.

0 ummæli: