sunnudagur, febrúar 04, 2007

The best of the worst
- Sökum tæknilegra örðugleika gat þessi færsla ekki birst í gær -

Laugardagslag vikunnar er með hljómsveitinni Steve Miller Band. Hljómsveitin er ekki, ólíkt mörgum böndum í þessum blogglið, one-hit wonder band. Hún hefur gefið út hátt í 20 misgóðar plötur á 39 ára löngum ferli sínum með lögum á borð við Shu Ba Da Du Ma Ma Ma Ma, Babes in the Wood, Can't You Hear Your Daddy's Heartbeat og Come On In My Kitchen. Lag vikunnar var þriðja og jafnframt síðasta lag hljómsveitarinnar sem náði fyrsta sæti á vinsældarlistum beggja vegna Atlanshafsins sem og fyrsta
tónlistarmyndband Steve Miller Band. Myndbandið er hins vegar stórkostlega lélegt eitís vídjó. Ég mæli með svipuhljóðunum í byrjun lagsins og öllum lélegu vídjótrikkunum sem eiga að vera galdrabrögð. Abracadabra, gjöriði svo vel!

0 ummæli: