sunnudagur, febrúar 25, 2007

Þetta er gaman
Ég er hjartanlega óinspíreruð svo að ég get ekki skrifað neitt skemmtilegt né af viti. Listatími

+ Á föstudaginn var fyrsta sýningin okkar á fyrsta ári, sem gekk mjög vel. Það var gaman og við vorum öll glöð.
+ Í kvöld vorum við Lólu með lítið atriði á Open Stage í fínu íbúðinni / "listrýminu" hans Kurt (trúðurinn sem hangir á hvolfi). Það var líka gaman vegna þess að við erum svo fyndnar.
+ Mamma er búin að dekra mig uppúr skónum. Það er líka gaman. Hún er því miður snúin aftur til Íslands en mamma Lólu ætlar að fylla ískápinn okkar nokkrum sinnum í viðbót fram á þriðjudaginn. Það er gaman.
+ Það er búin að vera svakalegur snjóstormur (les: íslenskt vetrarveður) í Kóngins. Samgöngur eru alveg í rusli, strætó kemur bara þegar hann kemur og lestin gengur lítið sem ekkert. Það er ekki gaman. En öll Kóngins er klædd voðalega fínum snjó og það er gaman.

Nú er Bles

0 ummæli: