Af sunnudeginum 26. nóvember 2006, þegar Lóla átti afmæli
Hver kannast ekki við að byrja daginn á blinner og ratleik í boði Kakó hf., halda síðan í óvænt ekta danskt afmælisboð með eplaskífum og keitu kakói (þó ekki eins og í manneskjunni Kakó) í íbúð í anda Parísar, ca. 1950, sem tilheyrir trúð að nafninu Kurt? Kurt sem er um sextugs aldurinn, í alltof stórum, glansandi grænum hlaupaskóm, svitahlýrabol, jakkafatajakka, hlaupabuxum, með þverslaufu og hvítvínsglas hvert sem hann fer og fær sér köku á disk, ekki til að borða, bara til að horfa á. Æ þið vitið, þessum Kurt sem að hangir á hvolfi í trapísunni sinni (ég meina, hver á ekki trapísu í stofunni?) og drekkur Diet Kók. Og hver kannast ekki við að læðast upp á þak til þess að sjá stjörnunar og Kóngsins í öllu sínu veldi og líða svona eins og í bíómynd? Svo kemur að sjálfsögðu jólasveininn, sem er 3 metrar á hæð eins og alltaf og lætur alla syngja "Merry Christmas to You" fyrir Lólu, af því að hún er jú einu sinni tvítug í dag. Og það kannast nú allir við þetta klassíska vandamál að vera með ristóra rauða helíumblöðru bundna fasta við hjólið sitt. Og þessi blessaða blaðra, sem er samt svo stórkostlega skemmtileg, krefst töluverðrar athygli, því fyrir utan það að vera mjög áberandi rauð þá kemst hún ekki inn um allar hurðar. Og þið vitið, maður þarf að binda hana fasta við handriðið á stiganginum svo að hún svífi nú ekki burt og vonar bara að Henning eigi ekki eftir að bregða mikið þegar hann sér hana í fyrramálið. Æi svona alveg týpískur sunnudagur, ekki satt?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli