mánudagur, nóvember 20, 2006

Uppáhaldssetningin mín síðustu daga er í boði Austfjarða.

"Varstu búin að heyra að Þráinn Prentari skaut köttinn hans Kidda Píku á vídjóleigunni?"

Kiddi Píka er stundum kallaður Kiddi Fluga af því að hann á Vídjófluguna. Hann birti fréttatilkynningu í einu af fréttablöðunum á Austfjörðum um það að hann hafi fengið sér nýjan kött og væri búin að jafna sig. Aumingja Kiddi, sem var að missa mömmu sína. Og Þráinn Prentari er auvitað bara klikk. Hann var einmitt að fljúga heim til Egilstaða í morgunsárið. Ég er hægt og smátt að breytast í Austfirðing, sem er gott og blessað.

0 ummæli: