miðvikudagur, október 26, 2005

Bíttu í þig

Hvernig nennir fólk að kvarta endalaust yfir fáránlegustu hlutum? Kvarta yfir því að það hafi verið svo mikið fólk í kvennréttindagöngunni? Mér fannst frábært að hreyfast ekki í góðan klukkutíma vegna þess að svona margt fólk hafi komið saman til þess að styðja mannréttindi. Mér finnst ótrúlegt að svona ótrúlega stór hluti Reykjavíkurbúa hafi mætt. Mér finnst það frábært og alls ekkert til að kvarta yfir. Ég er ótrúlega stolt af því. Og fólk er endalaust að kvarta yfir Airwaves. Jú, það kostaði tæpar 6.000 kr. inn. Og jú, það var fúlt að sjá ekki allar hljómsveitirnar sem að manni langaði að sjá eftir að hafa borgað 6.000 kr. Ég skil að fólk sé frústrerað ef það stóð í röð lengi lengi og sá kannski bara örfáar hjómsveitir sem það langaði að sjá. En er þetta ekki frábært framtak? Setur þetta Ísland ekki á kortið? Lífgar þetta ekki uppá skammdegið? Er dagskráin ekki svo fjölbreytt og spennandi að maður á erfitt með að ákveða hvað manni langar að sjá? Eru þetta ekki jól margra Íslendinga eins og mín?

Og hvernig í andskotanum nenni ég að eyða mínum tíma í að kvarta yfir jafn fáránlegum hlut og fólki sem kvartar yfir fáránlegum hlutum?

0 ummæli: