Uppgötanir síðustu daga
- Ég elska vinnuna mína. Út af lífinu.
- Það eru til unglingar sem ganga um með bling bling dollaramerkishálsmen á langri gullkeðju og með bling bling demanta í eyrunum. Og finnst það virkilega, virkilega töff.
- Ég og Tobbi erum mjög gott combó. Við erum svona ofurteymi held ég. Kannski öðlumst við einhverja yfirnáttúrulega krafta og björgum heiminum. Tobbi er allavega minn live-saver þessa dagana.
- Kaffið á Neskaupstað er gott.. en ekki fólkið sem keyrir í polla og sullar yfir nýja skó og nýjar kápur.
- O.C. í 23 klukkutíma yfir heila helgi er ekkert nema gott mál.
- Það er furuðulegt að finnast maður allt í einu vera aftur 15 ára. Ekki bara í smá stund heldur heilt kvöld. Og trúa því næstum því sjálfur.
- Katrín Björgvinsdóttir er ein sú ábyrgasta manneskja sem ég hef séð að störfum í lengri tíma. Kemur upp um unglingadrykkju, leikur mömmu, fæðir og klæðir, ríður um á hesti, fer með kvöldbænirnar og segir flugvélabrandara.
- E.t.v. er hægt að fá herpes í eyrnasnepilinn. Allavega samkvæmt lækni sem ég ræddi við.
- Mig langar að kaupa Tjarnarbíó.
- Ég sakna elsku Królu voðalega mikið. Þar sem ég lá og saknaði hennar uppgötaði ég að ég sakna líka vetrarins í Skandinavíu. Ég hef svo ótrúlega oft verið í Danmörku eða Svíþjóð að vetri til og það er bara svo... hyggeligt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli