þriðjudagur, október 25, 2005

Af kaffiförum

Ragnheiður: "Viljiði kaffi?"
Gestir: "Já, varstu að hella uppá?"
Ragnheiður: "Já, alveg nýlagað bara"
Gestir: "Veistu, ég bara var að fá mér kaffi áðan"

Í vinnunni liggja á mér einhver ósýnileg álög. Ég hef ekki hugmynd hvernig þau komust yfir mig, né hvers vegna, en þetta er ekki fönní lengur. Nú er ég búin að vinna þarna í bráðum tvo mánuði og mér hefur ekki tekist að gera almennilegt kaffi, allan tímann. Og kaffi er jú, minn lífselexír. Þar að auki er ég oftast send inní eldhús til þess að hella uppá þegar að gestir kíkja við. Nú hafa flestir samstarfsmenn mínir sem og fastagestir lært að kaffið mitt er piss. En samstarfsmennirnir trúa því að ef ég verði látin hella oftar uppá kaffi þá muni það að lokum verða gott. Þetta virðist ekki vera satt.

Hér heima fyrir geri ég afbragðs gott kaffi (og votti þeir sem vita takk fyrir) og á í pokahorninu ýmsar kúnstir sem ég hef lært hér og þar í heiminum, t.d. kanilstangargaldurinn, shake and break og doppukaffi. Ég held að það endi með því að á hverjum degi taki ég mínar eigin kaffigræjur með í vinnuna og geri alvöru kaffi. Ég hef líka heitið því að bjóða samastarfsmönnunum í mat og hafa eingöngu kaffi á boðstólnum.

Af göngum

Mér hefur sjaldan fundist ég jafn mannleg og í gær. Að sjá svona ótrúlega margt fólk standa saman að mannréttindum snerti bara litla hjartað í mér. Ég var voðalega stolt af því að vera Íslendingur. Við erum svo töff.
Gömlu konurnar fyrir framan mig í göngunni snertu mig samt ekki þegar þær sögðu hvor annari klámbrandara.

0 ummæli: