fimmtudagur, september 23, 2004

London London

I London er svo hlytt ad tad er haegt ad vera i sumarkjol og pilsi. Tess vegna erum vid Karol rosalega saetar. Mun saetari en venjulega. Pabbi minn taladi mikid um hvad vid vaerum heppnar ad geta verid i hlyralausum fotum i hitanum (sem er samt ekki svo mikill) en svo vildi hann ekki fa lanadan kjol hja mer. Eg skil bara ekki hvad hann var ad vaela.

Nu erum vid ad fara a London Design Festival. Bless

miðvikudagur, september 22, 2004

Er a leid til London med ma og pa og tar hittum Karol. Ma og pa eru stressud. Ma vard ad trifa eldhusid adur en vid forum og snéri vid til ad tæma ruslid..

SMS blog sent by Ragga Plögg
Powered by Hex Blogphone

þriðjudagur, september 21, 2004

Blonde Raidhead í gær. Alger snilld. Alveg rosalega mikil snilld. Sama má segja um upphitunarshljómsveitirnar.
Pilsið mitt og rokið í gær. Ekki jafn mikil snilld. Það er komin vetur. Ég verð að sætta mig við það.

Annars er þessi dagur í dag. Það er gott mál. Ég ætla að gera eitthvað fallegt í tilefni dagsins. Vona að þú gerir slíkt hið sama.

föstudagur, september 17, 2004

Einu sinni, alls fyrir löngu, var ég sex ára. Þá kostaði 18 kr. í strætó og á laugardögum fékk ég krabbapening til þess að kaupa nammi. Ég klippti allt hárið af barbídúkkum systur minnar og talaði þrefalt meira en ég geri í dag. Þar að auki boraði ég iðulega í nefið á almannafæri auk þess sem ég sagði ýmislegt gáfulegt. Alveg eins og litla stelpan á kaffihúsinu í dag sem spurði hátt og snjallt hvort að bróðir sinn væri með niðurgang, hann væri nefnilega búinn að vera svo lengi á klósettinu.
Ég rifjaði upp bernskuminningar fyrir tveimur nóttum síðan þegar ég lá andavaka af því að mér var svo kalt á tánum. Og þá mundi ég eftir því að Jón Bjarni (bróðir Jóns Odds) gat aldrei sofnað ef að honum var kalt á tánum. Og þess vegna las ég alla fyrstu bókina.

Þeir héldu lengi vel að henni Soffíu væri meinilla við þá, sérstaklega Jón Bjarna. Og einu sinni ákváðu þeir að rannsaka, hvað Soffíu væri mikið illa við Jón Bjarna. Jón Oddur fór upp til Soffíu en Jón Bjarni varð eftir niðri. Jón Oddu þóttist vera að hrína og sagði stamandi og hikstandi við Soffíu:
Hann Jón Bjarni er dáinn. Hann fór undir öskubílinn og steindó.


Þeir héldu sko að Soffía yrði bara glöð að Jón Bjarni hefði dáið.
Og nú er ég andvaka, þriðju nóttina í röð og er að hugsa um að lesa hina bókina sem ég á um Jón Odd og Jón Bjarna. Mér þykir annars hættulegt hvað ég hræðist það að eldast. Er alltaf að sanna fyrir sjálfri mér að ég sé ennþá smábarn.
Og karlmenn eru algerlega óskiljanlegir. Það er reyndar ekkert nýtt, og heldur ekkert sem smábarn ætti að vera að tala um.
Já já, ruslablogg.

fimmtudagur, september 16, 2004

Setningar síðustu daga

Þar síðasta helgi á yfirfullum Kaffibarnum
Jökull: Það er svo fullt hérna að maður neyðist eiginlega til þess að reyna við stelpur, þó svo að maður ætli sér alls ekkert að gera það!

Síðustu helgi í kórpartýi. Umræðan snýst um yngri kórinn og eldri kórinn
Gummi Einar: Já en Ragnheiður, hvar er kynþokkinn í eldri kórnum? Hvar er rauðhærða kyntröllið? Á hvern ætlaru nú að stara í laumi?

Í vinnunni. Smakk kvöldisins er marineruð hrefna með mojitosorbet/krapi
Ragnheiður: This is a little taste from the house, it´s marinated minkewhale with mojitocrap
Viðskiptavinur: With what?
Ragnheiður: Uuuu... Yes. Enjoy it

Í gær, Ragnheiður er að segja sögu um strák sem var leiður en eins og venjulega, veður úr einu í annað. Tobbi nær engan vegin að fylgja eftir frásögninni (enda ekki skrýtið) og úr verður mikill misskilningur
Ragnheiður: ... og ég segi við hann, viltu tala um þetta? (skiptir um umræðuefni) Viljiði fara á Kaffibrennsluna, eitthvað annað?
Björg: Ég hélt að þú værir ennþá að tala um strákinn
Tobbi: Ég líka. Ég hélt sko að þú hefðir sagt; Viltu káfa á brjóstunum, fara eitthvað annað?
--------------------------------


Annars er ég búin að hlaða inn ennþá fleiri myndum. T.d. svart/hvítum myndum frá Eistlandi, sem og myndum frá
T in the Park. Þær eru samt miður góðar og ég finn ekki fyrri filmuna. Sem er fúlt.
Bless

mánudagur, september 13, 2004

Dining out for dummies

Þegar haldið er út að borða eru nokkrir mikilvægir hlutir sem hafa ber í huga.

- Ekki fara út að borða eða út á meðal fólks ef þú baðar þig ekki reglulega. Og ef það er almennt vond lykt af þér, jafnvel þó að laugun sé regluleg, þá skaltu ekki fara út að borða.
- Sama á um fólk sem er andfúlt. Vinsamlegast vertu heima hjá þér ef þú burstar ekki tennurnar reglulega, átt við einhvern rotnandi meltingarfærasjúkdóm að stríða eða ert bara andfúll yfir höfuð.
- Ekki fara út að borða ef þú ert haugadrukkinn. Þá geturðu farið á Kaffi Austurstræti, Pravda eða á Hlemm.
- Ef pappírservétta er á borðum veitingarhússins, vinsamlegast ekki snýta þér í hana og skilja hana svo eftir á borðinu. Það er ógeðslegt helvísit subban þín!
- Ef þú færð þér tannstöngul og hann er ógeðslegur eftir notkun þá máttu taka hann með þér heim. Þjónarnir vilja ekki eiga hann.
- Ekki segja brandari eins og "Við erum vistmenn á Kleppi" og "Má ég fá reikninginn svo að ég geti byrjað að vaska upp". Það er löngu dottið úr tísku.
- Ekki spyrja heimskra spurninga. Nokkru dæmi um heimskar spurningar sem bjóða upp á heimsk svör
    (Þegar verið er að panta) "Er þetta gott?" ---> "Nei þetta er ógeðslega vont, og alltof dýrt. Farðu bara eitthvað annað"
    (Um þrjúleytið) "Hvað eruð þið með á boðstólnum?" ---> "Nú við erum með t.d. með hádegisverðaseðil. Á honum er súpa dagsins, fiskisúpa... (korteri síðar þega rbúið er að þilja upp hádegisseðil, kaffiseðil og a la carte seðil) og síðasti desertinn á desertseðlinum er Tiramisú. Viltu líka heyra vínlistann og kokteillistann?"
    (Þegar verið er að panta) "Hvað segiru, tekur þetta langan tíma" ---> "Já, mjög langan tíma. Ef þú ert heppin færðu matinn eftir svona tvo tíma"

- Skildu eftir 1000 kr. á borðinu handa þjóninum. Hann á það skilið

fimmtudagur, september 09, 2004

Kúl
- Indí dagar í Háskólabíó. Sérstaklega Spellbound, The Shape of Things og Coffee and Cigarettes. Og smá Ken Park
- Tiltektin í myndaalbúminu mínu. Þar eru nú Eistlandsmyndir og fleira nýtt.
- The Build-Up með Kings Of Convenience. Það er bara eitthvað svo skemmtilegt.
- Túristar að reyna að nota regnhlíf. Það er mjög fyndið.
- Ég, mamma, pabbi og Karól að fara á hönnunarsýningu í London eftir tvær vikur.
- Djammið síðasta föstudag. Extra kúl; María, Tobbi (extra extra kúl), KGB á Kaffibarnum, Guðný, sneik fólkið og meira skemmtilegt,
- Að komast bráðum aftur í myrkraherbergið

Ekki kúl
- Bad hair days
- Vidjóið sem við Tobbi leigðum í gær

laugardagur, september 04, 2004

Karól fer í flugvél

Það er ekki það að ég hafi ekkert að skrifa um. Mér finnst þetta bara svo skemmtileg saga og verð að deila henni með ykkur. Það getur verið að ég fari rangt með einhverjar staðhæfingar, en að mestu leiti er sagan svona.

EInu sinni sem oftar var Karól lítil hnáta og var á ferðalgi með foreldrum sínum. Þau fóru í flugvél og flugu hátt hátt upp í himininn. Eftir smá tíma voru þau komin svo hátt að þau flugu yfir skýin. Karól lítur út um gluggan og sér þessa undarlegu hvítu hnoðra. Hún snýr sér að pabba sínum og spyr: "Pabbi, hvað er þetta hvíta þarna fyrir utan?". Þá svarar Karólarpabbi um hæl: "Þetta eru skýin Karól mín". En Karól litla var ennþá ung og heyrnin í henni var því ekki fullþroskuð. Henni heyrðist pabbi sinn óvart segja skyr og hélt því uppfrá þessu að skyrið kæmi af himnum ofan. Síðan komst hún til vits og ára og áttaði sig á því hvað hún hafði verið vitlaus.