fimmtudagur, september 16, 2004

Setningar síðustu daga

Þar síðasta helgi á yfirfullum Kaffibarnum
Jökull: Það er svo fullt hérna að maður neyðist eiginlega til þess að reyna við stelpur, þó svo að maður ætli sér alls ekkert að gera það!

Síðustu helgi í kórpartýi. Umræðan snýst um yngri kórinn og eldri kórinn
Gummi Einar: Já en Ragnheiður, hvar er kynþokkinn í eldri kórnum? Hvar er rauðhærða kyntröllið? Á hvern ætlaru nú að stara í laumi?

Í vinnunni. Smakk kvöldisins er marineruð hrefna með mojitosorbet/krapi
Ragnheiður: This is a little taste from the house, it´s marinated minkewhale with mojitocrap
Viðskiptavinur: With what?
Ragnheiður: Uuuu... Yes. Enjoy it

Í gær, Ragnheiður er að segja sögu um strák sem var leiður en eins og venjulega, veður úr einu í annað. Tobbi nær engan vegin að fylgja eftir frásögninni (enda ekki skrýtið) og úr verður mikill misskilningur
Ragnheiður: ... og ég segi við hann, viltu tala um þetta? (skiptir um umræðuefni) Viljiði fara á Kaffibrennsluna, eitthvað annað?
Björg: Ég hélt að þú værir ennþá að tala um strákinn
Tobbi: Ég líka. Ég hélt sko að þú hefðir sagt; Viltu káfa á brjóstunum, fara eitthvað annað?
--------------------------------


Annars er ég búin að hlaða inn ennþá fleiri myndum. T.d. svart/hvítum myndum frá Eistlandi, sem og myndum frá
T in the Park. Þær eru samt miður góðar og ég finn ekki fyrri filmuna. Sem er fúlt.
Bless

0 ummæli: