laugardagur, september 04, 2004

Karól fer í flugvél

Það er ekki það að ég hafi ekkert að skrifa um. Mér finnst þetta bara svo skemmtileg saga og verð að deila henni með ykkur. Það getur verið að ég fari rangt með einhverjar staðhæfingar, en að mestu leiti er sagan svona.

EInu sinni sem oftar var Karól lítil hnáta og var á ferðalgi með foreldrum sínum. Þau fóru í flugvél og flugu hátt hátt upp í himininn. Eftir smá tíma voru þau komin svo hátt að þau flugu yfir skýin. Karól lítur út um gluggan og sér þessa undarlegu hvítu hnoðra. Hún snýr sér að pabba sínum og spyr: "Pabbi, hvað er þetta hvíta þarna fyrir utan?". Þá svarar Karólarpabbi um hæl: "Þetta eru skýin Karól mín". En Karól litla var ennþá ung og heyrnin í henni var því ekki fullþroskuð. Henni heyrðist pabbi sinn óvart segja skyr og hélt því uppfrá þessu að skyrið kæmi af himnum ofan. Síðan komst hún til vits og ára og áttaði sig á því hvað hún hafði verið vitlaus.

0 ummæli: