mánudagur, desember 17, 2007

Fríkeypis blöðin

Í nýjasta tölublaði Grapvine er viðtalið við "hugsjónamannin" á torrent.is (eins og einhver góður grínari kallaði hann). Stórskemmtileg þvæla alveg hreint. Hann segir m.a. að hann borgi sjálfum sér 342.000 kr. í laun á mánuði, einungis því að það séu lágmarkslaun samkvæmt ráðleggingum endurskoðandans hans og hann myndi sko alveg borga sér minna, ef hann bara hefði möguleikann á því (ef þið tókuð ekki eftir því fyrir þá bendi ég á að hann borgar sér sjálfur laun). Og svo segir hann að tónlistarmenn geri oft þau mistök að reyna að lifa af tónlistinni. Það sé bara argasta bull! Fólk á ekki að gera mjúsík til að græða á því, það eigi bara að gera þetta af passjón. Þið vitið, ekki láta drauma sína rætast en vinna frekar við eitthvað sem borgar pening, þó að þér finnist það alveg ömurlega leiðinlegt og allt annað en þig langar að gera. Ég veit ekki, mér fannst þetta bara alveg ótrúlega fyndið.

Las síðan Monitor á heimleiðinni og skemmti mér enn betur yfir fáránlega sundurleitum viðtölum og fullkomnu ósamræmi í öllu blaðinu. Mr. Silla og Mongoose fengu t.d. 25% í plötudómum, við hliðiná Luxor, sem fékk 50%. Ég er svosem enginn prófessor í svona skríbentamálum, en þetta er alveg stórkoslega lélegt.

Góð skrif eru öllu betri (mér finnst Grapevine alls ekki lélegt). Þó svo að þær séu fáheyrðar, færslurnar hjá Steina tík og Kakó minni, þá eru þær frábærar. Ég mæli með þeim, svona í jólageðveikinni.

0 ummæli: