þriðjudagur, janúar 23, 2007

Hit me! Hit me!

Af hversdagsleiknum er allt gott að frétta. Í gær snjóaði í Kóngsins. Brasilísku krakkarnir í bekknum mínum höfðu aldrei séð snjó áður og fengu sjokk þegar ég borðaði smá nýfallinn snjó. Þau héldu e.t.v. að ég væri að reyna að drepa mig. Kannski vegna þess að rétt áður höfðum við verið að reyna að drepa hvort annað í stage fighting tíma. Skólastjórinn sló mig nokkrum sinnum utan undir, fólk dróg félaga sinn eftir gólfinu á hárinu, sparkaði í magann honum og þar fram eftir götunum. Góð útrás það.

Enn einn herbergisfélaginn, Guðný, hefur bæst í hópinn þessa dagana og erum við því fjórar í slotinu. Þremmarinn og Guðný gera mest af því að spila, horfa á bíómyndir, lesa Murakami, kjósa og stúdera raunveruleikaþætti. Við erum svo sjúklega menningarlegar þið vitið. Svo borðum við líka hjartalaga spæld egg og amerískar pönnukökur. Einnig drekkum við ógrynnin öll af latte. Aldrei hef ég vitað um heimili sem torgar jafn mikilli mjólk og við. Ég giska á eina 10-15 lítra á viku. Og takið inní reikninginn, ágæta fólk, að ekkert eigum við ungbarnið (ef að við teljum Kakó með samkvæmt raunverulegum aldri). Svo stundum gerum við dyraat og förum í feluleik í Kóngsins.

Kærlig hilsen!

0 ummæli: