miðvikudagur, janúar 17, 2007

Ágæta fólk

Nú eru tíu dagar síðan ég snéri aftur til Kóngsins. Lífið á Íslandi var gott, það er lífið í Kóngsins líka. Ég og hjólið mitt áttum mikla fagnaðarfundi, enda hef ég saknað þess mikið. Ég og Lóla erum fluttur í aðra geðveika íbúð sem er mun nær skólanum okkar. Í íbúðinni er Kakóbarinn, Pálma-altari, kelerísloft, diskókúla, klósett sem rúmar fjóra til fimm í einu og önnur fabjúlössheit. Það eina sem vantar þessa stundina er internetið. Það kemur með kalda vatninu (sem er reyndar til staðar nú þegar). Kakó býr hjá okkur þessa dagana og Þremenningasambandið, eða Þremmarinn eins og Kakó skrifaði á gluggann, nýtur síðustu daga bestu sambúðar þessa heims með ástarjátningum á minnst 40 min. fresti, kúri, nekt og almennri gleði. Það er að sjáfsögðu fáránlegt hversu gott kombó Þremenningasambandið er, enda erum við allar fáránlega fabjúlöss.

Síðasta föstudag fórum hittum við ágætan Jón og drukkum bjór. Það vona ég að við gerum oftar með honum. Síðan fórum við Kakó í partý. Þið vitið, svona venjulegt partý í heimahúsi þar sem er billiardborð, bar, skemmtistaðagræjur og sundlaug. Er það ekki annars venjan? Því næst vorum við Kakó böstaðar í Metróinu, en snillingurinn Kakó laug okkur út úr öllu saman og á endanum græddum við á því að svindla okkur í metróið því að metróvörðurinn kenndi okkur allt um metróið og gaf okkur ofsalega flott hulstur fyrir stimpilkortin okkar (fyrirgefðu mamma mín ef þú ert að lesa þetta, hér eftir lofa ég að stimpla alltaf). Á laugardaginn héldum við Kombó ársins (sem samanstendur af Kakó, Karól, Lólu og Maísól) fabjúlöss matarboð með fabjúlöss drykkjuleik sem endaði í fabjúlöss vitleysu með gríngleraugum, nekt á svölunum, upptalningu á öllum sleikum heimsins og þar fram eftir götunum. Ég sé fram á að Æbeløgade verði lífleg næstu mánuðina.

Við erum búnar að vera duglegar að dokumentera lífið, en vegna internetsleysis fáið þið ekki að fylgjast með í myndum strax. Enn fremur stefnum við á heimsfrægð á YouTube með nýja sketzþættinum okkar, sem er búin að vera í bígerð í hálft ár og fer í framleiðslu bráðlega.

Jæja, þetta er orðð leiðinlegt hjá mér. Bless.

0 ummæli: