laugardagur, janúar 27, 2007

The best of the worst

Í tilefni af þessum ágæta laugardegi ætla ég að starta nýjum blogglið. Nýja áhugamálið mitt er að safna stórgóðum en þó asskoti lélegum popplögum héðan og þaðan, sem eru svo spiluð trekk í trekk þegar verið er að sötra bjór. Kakó og Lóla byrja alltaf á því að ranghvolfa augunum þegar ég spila fyrir þær lögin í fyrsta skipti en síðan, eftir svona 40-50 spilanir eru þær orðnar gjörsamlega heillaðar . Ég ætlaði mér að gefa út geisladisk með þessum lögum, jafnvel þar sem ég myndi kovera lögin, en ég ætla að byrja á því að birta eitt vídjó á hverjum laugardegi, svo að þið, lesendur góðir, getið líka spilað lögin trekk í trekk. Við byrjum á one-hit slagarun Clouds Across the Moon með Rah Band. Sjálfri finnst mér múmían við hliðiná söngkonunni, oddabrjóstahaldarinn sem svarta konan er í og fyrstihúsastígvélin sem maðurinn er í klárlega best.

0 ummæli: