Persónulegur annáll Ragnheiðar árið 2006
Og nú er árið að líða. Stórgott ár þetta 2006. Mér er með öllu ómögulegt að taka saman alla sigurvegara þessa árs, en finnst þó að einhverjir ættu að fá verðlaun.
Meðleigjendur ársins
Hér koma til greina tvö afbragðs dúó, foreldrar mínir og Kakó Feiti og Lóla. Samkeppnin er þó ekki hörð, því þó að foreldrar mínir séu afbragðs fólk þá munu þau aldrei geta slegið stórfengleika Þremenningasambandsins við. Skál fyrir Kakó! Skál fyrir Lólu!
Afrek ársins
Akróbatík. Frekari útskýring er óþörf.
Gleði ársins
Lífið í Kóngsins, sem er eintóm hamingja
Partý ársins
Tryllingshelgi á Howitzvej 65, 4. sal t.h. dagana 9. - 12. september í boði Þremenningasambandsins, Sigga San, Stony the Pony, Hones Jon og fylgifólks.
Maður ársins
Mörg ykkar halda eflaust að leiðir okkar hafi legið saman fyrir löngu, en nei, við kynntumst í byrjun þessa árs og síðan þá hefur líf mitt hlotið nýjan tilgang. Pálmi Gunnarsson. Hann verður e.t.v. maður þessa áratugs.
Slot ársins
Howitzvej 65, 4. sal t.h. Hér fær Henning líka eitt stig.
Nöfn ársins
Tvö nöfn standa uppi sem sigurvegarar í ár. Annars vegar Kakó Feiti, því það er svo gott nafn. Guðný, höfundur Kakó (þá nafnsins, ekki manneskjunnar) má taka við verðlaununum í Kóngsins. Og hitt nafnið er Þremenningasambandið, því það er svo fáránlega töff.
Skópar ársins
Ef rétt telst til þá hafa 16 skópör bæst við glæsilegt og dafnandi safn mitt. Gullskórnir eru þó hiklaust skór ársins. Í gullskónum má dansa, endalaust.
Lag ársins
Þó svo að Young Folks með Peter, Bjorn og John komi sterklega til greina, þá er ótvíræður sigurvegari Þorparinn með Pálma (sem var einmitt að hljóta titilinn Maður ársins í Persónulegum annál Ragnheiðar 2006)
Seleb-hittingur ársins
Stórkostleg afrek hafa átt sér stað í þessum flokki á líðandi ári. Erlend Øye er þó óumdeilanlegur sigurvegari. Heppinn hann að hafa hitt mig!
Fylgihlutur ársins
Annað árið í röð hljóta gríngleraugu sigur, enda hef ég á þessu ári komið mér upp góðu safni af þessum stórskemmtilega hlut.
Orð ársins
Í fyrstu var ég í örlitlum vafa. Mér fannst eins og "at gå amok" ætti að vera orð ársins (þá yrði flokkurinn væntanlega að heita "Þrjú orð ársins"). En síðan áttaði ég mig auðvitað á því að ég væri í ruglinu. Fabjúlöss er að sjálfsögðu orð ársins!
Tónleikar ársins
Ekki endilega í þessari röð.
- Sufjan Stevens - Vega, Kóngsins Köbenhavn
- Hjaltalín og Sigríður Hjaltalín - Á mörgum mörgum stöðum, Reykjavík
- The Whitest Boy Alive - Vega, Kóngsins Köbenhavn
- Jens Lekman - Þjóðleikhúskjallaranum, Reykjavík
- Hot Chip - Vega, Kóngsins Köbenhavn
Kynhneigð ársins
Samkynhneigð, óvenju ríkandi allt um kringum mig þetta árið. Gaman að því.
Vonbrigði ársins
HM, jú jú, Brasilía átti þetta alveg skilið, en mér fannst þetta bara svo glatað!
Mynd ársins
Því mun meira sem ég hugsa um það, því ótrúlegra finnst mér hvað þessi mynd er tryllt. Ég er á nærfötunum að steikja pönnukökur, að baki er þriggja daga fyllerí og eitt í viðbóð í bígerð. Og þessi mynd er geðveiki. Hún birtist líka í Fréttablaðinu. Sjúklegt kredit til Einars fyrir hana.
Fjallkona ársins
Fjallkona Seltjarnarness 2006 og þá er ég að sjálfsögðu að tala um mig sjálfa.
Drykkur ársins
Ölið (ef ekki bara Tuborg) sigrar í ár enda hefur það verið teigað stíft, í gleði og sorg, í flýtum og rólegheitum, inni og úti, uppi og niðri og allt um kring.
Kombó ársins
Þremenningasambandið og Karól. Hiklaust vandaðasta kombó sem völ er á. Tobbi og ég fáum líka kredit fyrir kombó ársins, enda mjög gott súperhetjukombó þar á ferð.
Ég læt við sitja hér, þó svo að ég gæti haldið áfram endalaust. Til hamingju með gamla árið og gleðilegt nýja árið. Það verður án efa fabjúlöss.
föstudagur, desember 29, 2006
Á milli jóla og nýars..
Jesús fór í partý of smánaði sig eins og honum einum er lagið. Skálum fyrir því. Skálum líka fyrir Steina og hans snilldarlegu eldamennsku. Og skálum fyrir stórfenglegu reunioni! En nú skulum við hætta að skála svo að Jesú smáni sig ekki meir.
Af mér er það hins vegar að frétta að ég hef það gott. Ég vinn og þess á milli hef ég það huggulegt með Karól og stórgóðum kvikmyndum á borð við Moving Castle og Spirited Away, sem ég mæli með fyrir alla. Í dag keypti ég mér líka Murakami bækur fyrir restina af árinu og get vart beðið eftir að lesa þær. Á morgun er svo stórvinir mínir og undurfögru elskhugarnir, Skúds og Skördí, að halda brullup. Ég hlakka svakalega til, ég á mjög líklega eftir að skæla smá af hamingju. Hér er mynd af þeim, á morgun ætla ég að taka fleiri myndir af þeim, mun sætari en þessa..
Og að lokum, áður en árið líður í aldanna skaut, hér er Dojstland í máli og myndum. Mývatn bíður næstu áramóta
P.S. Ég varð eiginlega að leyfa uppáhaldsmyndinni minni af Skúds og Skördí fylgja með, þegar Skördí var ekki með neinn haus..
Jesús fór í partý of smánaði sig eins og honum einum er lagið. Skálum fyrir því. Skálum líka fyrir Steina og hans snilldarlegu eldamennsku. Og skálum fyrir stórfenglegu reunioni! En nú skulum við hætta að skála svo að Jesú smáni sig ekki meir.
Af mér er það hins vegar að frétta að ég hef það gott. Ég vinn og þess á milli hef ég það huggulegt með Karól og stórgóðum kvikmyndum á borð við Moving Castle og Spirited Away, sem ég mæli með fyrir alla. Í dag keypti ég mér líka Murakami bækur fyrir restina af árinu og get vart beðið eftir að lesa þær. Á morgun er svo stórvinir mínir og undurfögru elskhugarnir, Skúds og Skördí, að halda brullup. Ég hlakka svakalega til, ég á mjög líklega eftir að skæla smá af hamingju. Hér er mynd af þeim, á morgun ætla ég að taka fleiri myndir af þeim, mun sætari en þessa..
Og að lokum, áður en árið líður í aldanna skaut, hér er Dojstland í máli og myndum. Mývatn bíður næstu áramóta
P.S. Ég varð eiginlega að leyfa uppáhaldsmyndinni minni af Skúds og Skördí fylgja með, þegar Skördí var ekki með neinn haus..
mánudagur, desember 25, 2006
Jesús óskar lesendum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!
Aðallega fyrst að hann gerði það ekki í fyrra í rafrænu formi heldur eingöngu á jólakortum
Slíkt hið sama geri ég. Ég vona að þið eigið gleðileg jól með nóg af bókum, súkkulaði, teiknimyndum, spilum og almennum huggulegheitum. Það er í það minnsta mitt fyrsta plan yfir hátíðarnar. Svo fer Jesú í partý.
miðvikudagur, desember 20, 2006
Þremenningasambandið og Howitzvej - stutt intró
Á sunnudaginn bökuðum við piparkökur. Þær voru í laginu eins og nærbuxur, brjóst, e-pillur, typpi, bjórflöskur, eitt stórt Ísland, kvennlíkami og svo voru nokkrar stjörnur, englar og jólatré inná milli. Og í gær fluttum við úr höllinni á Howitzvej. Sannarlega mun ég sakna eldhúsgólfsins, kompunnar, skápsins með klósettinu, píanósins og annara materíalískra hluta. En mest af öllu mun ég þó sakna elsku hjartans Kakó. Kakó sem er allt í einu; snillingur, barn, fáviti, stórkostleg, Kakó Feiti, Keikó, Kókós (nú segiru "Ég heiti ekki Kókós!"), með fabjúlöss rass og fáránlega sæt. Til að syrgja síðasta kvöld Þremenningasambandsins á Howitzvej og halda uppá stórkostlegustu sambúð á gjörvöllum Norðurlöndunum héldum við partý á mánudagskvöldið með Steina og strákunum í beinni í útvarpinu frá Íslandi. Það er merkilegt, eins og Lóla benti á, að á einhvern hátt hefur öll okkar sambúð einkennst af sambandi við strákana. Og í boða Steina, steig Þremenningasambandið villtan, berrassaðan dans við húslagið "Young Folks".
Ég ætla mér ekki að skrifa langt, sentímental blogg um Þremenningasambandið og stórfengleika þess (enda bókað mál að hvert mannsbarn viti allt um það). Það væri líka svo óviðeignandi því að við erum svo ósentímental. Við erum fyrst og fremst snillingar (nei, ég er ekki að spara hógværðina). Seinna mun ég gera topp lista yfir afrek Bandsins á árinu. En fyrst mun Þremenningasambandið leggja Ísland að fótum sér. Eruð þið í startholunum?
Á sunnudaginn bökuðum við piparkökur. Þær voru í laginu eins og nærbuxur, brjóst, e-pillur, typpi, bjórflöskur, eitt stórt Ísland, kvennlíkami og svo voru nokkrar stjörnur, englar og jólatré inná milli. Og í gær fluttum við úr höllinni á Howitzvej. Sannarlega mun ég sakna eldhúsgólfsins, kompunnar, skápsins með klósettinu, píanósins og annara materíalískra hluta. En mest af öllu mun ég þó sakna elsku hjartans Kakó. Kakó sem er allt í einu; snillingur, barn, fáviti, stórkostleg, Kakó Feiti, Keikó, Kókós (nú segiru "Ég heiti ekki Kókós!"), með fabjúlöss rass og fáránlega sæt. Til að syrgja síðasta kvöld Þremenningasambandsins á Howitzvej og halda uppá stórkostlegustu sambúð á gjörvöllum Norðurlöndunum héldum við partý á mánudagskvöldið með Steina og strákunum í beinni í útvarpinu frá Íslandi. Það er merkilegt, eins og Lóla benti á, að á einhvern hátt hefur öll okkar sambúð einkennst af sambandi við strákana. Og í boða Steina, steig Þremenningasambandið villtan, berrassaðan dans við húslagið "Young Folks".
Ég ætla mér ekki að skrifa langt, sentímental blogg um Þremenningasambandið og stórfengleika þess (enda bókað mál að hvert mannsbarn viti allt um það). Það væri líka svo óviðeignandi því að við erum svo ósentímental. Við erum fyrst og fremst snillingar (nei, ég er ekki að spara hógværðina). Seinna mun ég gera topp lista yfir afrek Bandsins á árinu. En fyrst mun Þremenningasambandið leggja Ísland að fótum sér. Eruð þið í startholunum?
laugardagur, desember 02, 2006
It's that time of year again
Kæru lesendur! Ég hef ákveðið að búa til hefð - jólakortahefð. Ég er að búa til jólakort eins og í fyrra. Og eins og þá er nú er hægt að panta jólakort hér fyrir neðan með því að skilja eftir nafn og heimilsfang. Það mega allir panta jólakort, þeir sem ég þekki, þeir sem ég þekki ekki, þeir sem tala íslensku, þeir sem tala útlensku. Svo endilega, pantið Ragnheiðarjólakortin 2006. Þið getið byrjað að safna!
Kæru lesendur! Ég hef ákveðið að búa til hefð - jólakortahefð. Ég er að búa til jólakort eins og í fyrra. Og eins og þá er nú er hægt að panta jólakort hér fyrir neðan með því að skilja eftir nafn og heimilsfang. Það mega allir panta jólakort, þeir sem ég þekki, þeir sem ég þekki ekki, þeir sem tala íslensku, þeir sem tala útlensku. Svo endilega, pantið Ragnheiðarjólakortin 2006. Þið getið byrjað að safna!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)