sunnudagur, desember 31, 2006

Persónulegur annáll Ragnheiðar árið 2006

Og nú er árið að líða. Stórgott ár þetta 2006. Mér er með öllu ómögulegt að taka saman alla sigurvegara þessa árs, en finnst þó að einhverjir ættu að fá verðlaun.

Meðleigjendur ársins
Hér koma til greina tvö afbragðs dúó, foreldrar mínir og Kakó Feiti og Lóla. Samkeppnin er þó ekki hörð, því þó að foreldrar mínir séu afbragðs fólk þá munu þau aldrei geta slegið stórfengleika Þremenningasambandsins við. Skál fyrir Kakó! Skál fyrir Lólu!



Afrek ársins
Akróbatík. Frekari útskýring er óþörf.

Gleði ársins

Lífið í Kóngsins, sem er eintóm hamingja

Partý ársins
Tryllingshelgi á Howitzvej 65, 4. sal t.h. dagana 9. - 12. september í boði Þremenningasambandsins, Sigga San, Stony the Pony, Hones Jon og fylgifólks.

Maður ársins
Mörg ykkar halda eflaust að leiðir okkar hafi legið saman fyrir löngu, en nei, við kynntumst í byrjun þessa árs og síðan þá hefur líf mitt hlotið nýjan tilgang. Pálmi Gunnarsson. Hann verður e.t.v. maður þessa áratugs.



Slot ársins
Howitzvej 65, 4. sal t.h. Hér fær Henning líka eitt stig.

Nöfn ársins
Tvö nöfn standa uppi sem sigurvegarar í ár. Annars vegar Kakó Feiti, því það er svo gott nafn. Guðný, höfundur Kakó (þá nafnsins, ekki manneskjunnar) má taka við verðlaununum í Kóngsins. Og hitt nafnið er Þremenningasambandið, því það er svo fáránlega töff.

Skópar ársins
Ef rétt telst til þá hafa 16 skópör bæst við glæsilegt og dafnandi safn mitt. Gullskórnir eru þó hiklaust skór ársins. Í gullskónum má dansa, endalaust.



Lag ársins
Þó svo að Young Folks með Peter, Bjorn og John komi sterklega til greina, þá er ótvíræður sigurvegari Þorparinn með Pálma (sem var einmitt að hljóta titilinn Maður ársins í Persónulegum annál Ragnheiðar 2006)

Seleb-hittingur ársins
Stórkostleg afrek hafa átt sér stað í þessum flokki á líðandi ári. Erlend Øye er þó óumdeilanlegur sigurvegari. Heppinn hann að hafa hitt mig!

Fylgihlutur ársins
Annað árið í röð hljóta gríngleraugu sigur, enda hef ég á þessu ári komið mér upp góðu safni af þessum stórskemmtilega hlut.



Orð ársins
Í fyrstu var ég í örlitlum vafa. Mér fannst eins og "at gå amok" ætti að vera orð ársins (þá yrði flokkurinn væntanlega að heita "Þrjú orð ársins"). En síðan áttaði ég mig auðvitað á því að ég væri í ruglinu. Fabjúlöss er að sjálfsögðu orð ársins!

Tónleikar ársins
Ekki endilega í þessari röð.
- Sufjan Stevens - Vega, Kóngsins Köbenhavn
- Hjaltalín og Sigríður Hjaltalín - Á mörgum mörgum stöðum, Reykjavík
- The Whitest Boy Alive - Vega, Kóngsins Köbenhavn
- Jens Lekman - Þjóðleikhúskjallaranum, Reykjavík
- Hot Chip - Vega, Kóngsins Köbenhavn

Kynhneigð ársins
Samkynhneigð, óvenju ríkandi allt um kringum mig þetta árið. Gaman að því.

Vonbrigði ársins
HM, jú jú, Brasilía átti þetta alveg skilið, en mér fannst þetta bara svo glatað!

Mynd ársins
Því mun meira sem ég hugsa um það, því ótrúlegra finnst mér hvað þessi mynd er tryllt. Ég er á nærfötunum að steikja pönnukökur, að baki er þriggja daga fyllerí og eitt í viðbóð í bígerð. Og þessi mynd er geðveiki. Hún birtist líka í Fréttablaðinu. Sjúklegt kredit til Einars fyrir hana.



Fjallkona ársins
Fjallkona Seltjarnarness 2006 og þá er ég að sjálfsögðu að tala um mig sjálfa.

Drykkur ársins
Ölið (ef ekki bara Tuborg) sigrar í ár enda hefur það verið teigað stíft, í gleði og sorg, í flýtum og rólegheitum, inni og úti, uppi og niðri og allt um kring.

Kombó ársins
Þremenningasambandið og Karól. Hiklaust vandaðasta kombó sem völ er á. Tobbi og ég fáum líka kredit fyrir kombó ársins, enda mjög gott súperhetjukombó þar á ferð.

Ég læt við sitja hér, þó svo að ég gæti haldið áfram endalaust. Til hamingju með gamla árið og gleðilegt nýja árið. Það verður án efa fabjúlöss.

0 ummæli: