Á milli jóla og nýars..
Jesús fór í partý of smánaði sig eins og honum einum er lagið. Skálum fyrir því. Skálum líka fyrir Steina og hans snilldarlegu eldamennsku. Og skálum fyrir stórfenglegu reunioni! En nú skulum við hætta að skála svo að Jesú smáni sig ekki meir.
Af mér er það hins vegar að frétta að ég hef það gott. Ég vinn og þess á milli hef ég það huggulegt með Karól og stórgóðum kvikmyndum á borð við Moving Castle og Spirited Away, sem ég mæli með fyrir alla. Í dag keypti ég mér líka Murakami bækur fyrir restina af árinu og get vart beðið eftir að lesa þær. Á morgun er svo stórvinir mínir og undurfögru elskhugarnir, Skúds og Skördí, að halda brullup. Ég hlakka svakalega til, ég á mjög líklega eftir að skæla smá af hamingju. Hér er mynd af þeim, á morgun ætla ég að taka fleiri myndir af þeim, mun sætari en þessa..
Og að lokum, áður en árið líður í aldanna skaut, hér er Dojstland í máli og myndum. Mývatn bíður næstu áramóta
P.S. Ég varð eiginlega að leyfa uppáhaldsmyndinni minni af Skúds og Skördí fylgja með, þegar Skördí var ekki með neinn haus..
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli