Þremenningasambandið og Howitzvej - stutt intró
Á sunnudaginn bökuðum við piparkökur. Þær voru í laginu eins og nærbuxur, brjóst, e-pillur, typpi, bjórflöskur, eitt stórt Ísland, kvennlíkami og svo voru nokkrar stjörnur, englar og jólatré inná milli. Og í gær fluttum við úr höllinni á Howitzvej. Sannarlega mun ég sakna eldhúsgólfsins, kompunnar, skápsins með klósettinu, píanósins og annara materíalískra hluta. En mest af öllu mun ég þó sakna elsku hjartans Kakó. Kakó sem er allt í einu; snillingur, barn, fáviti, stórkostleg, Kakó Feiti, Keikó, Kókós (nú segiru "Ég heiti ekki Kókós!"), með fabjúlöss rass og fáránlega sæt. Til að syrgja síðasta kvöld Þremenningasambandsins á Howitzvej og halda uppá stórkostlegustu sambúð á gjörvöllum Norðurlöndunum héldum við partý á mánudagskvöldið með Steina og strákunum í beinni í útvarpinu frá Íslandi. Það er merkilegt, eins og Lóla benti á, að á einhvern hátt hefur öll okkar sambúð einkennst af sambandi við strákana. Og í boða Steina, steig Þremenningasambandið villtan, berrassaðan dans við húslagið "Young Folks".
Ég ætla mér ekki að skrifa langt, sentímental blogg um Þremenningasambandið og stórfengleika þess (enda bókað mál að hvert mannsbarn viti allt um það). Það væri líka svo óviðeignandi því að við erum svo ósentímental. Við erum fyrst og fremst snillingar (nei, ég er ekki að spara hógværðina). Seinna mun ég gera topp lista yfir afrek Bandsins á árinu. En fyrst mun Þremenningasambandið leggja Ísland að fótum sér. Eruð þið í startholunum?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli