sunnudagur, apríl 30, 2006

Uppskrift

Fullkominn sunnudagur hefst semi-snemma morguns, milli 10 og 11, með stórum latte bolla og ristuðu brauði með rjómaosti. Síðan er haldið í sundlaugina, helst á hjóli, og syntir nokkrir metrar. Ágætt væri að halda í Kolaportið og kaupa sér eitthvað fallegt, eina skemmtilega gleraugnaumgjörð, eyrnalokka, kjól, vínylplötu eða eitthvað óþarft kitchs eldhúsáhald. Svo er lesið, farið út að labba með myndavél, photosjoppað eða jafnvel tekið til, liggi þannig á manni. Því næst er eldaður einhver gúrmei-matur, helst með miðjarðarhafsívafi. Það er nauðsynlegt að eldað sé á háum hælum. Svo er etið og drukkið, hlegið og sungið. Gengið til náða semi-snemma milli 00 og 01.

Krydda má daginn með eigin hugarflugi s.s. óvæntum heimsóknum, kynlífi, föndri, bakstri, messu, Kroniken o.s.frv. Sjálf get ég ekki gert neitt af þessu nema að Billie Holiday sé komin á fóninn. Hana elska ég svo heitt.

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Stundum dettur mér eitthvað í hug, svo gjörsamlega óviðkomandi því sem ég er að gera. Já ég veit, þetta hendir alla, en undanfarið hef ég verið að gera eitthvað, t.d. í bíói og þá man ég allt í einu eftir einhverju stórfurðulegu og smávægilegu atviki sem gerðist fyrir löngu síðan. Eins og áðan, þá var ég að tala við mann í símann og hann var að spyrja mig út í 17. júníhöld Seltjarnarnesbæjar. Ég fór að segja honum frá þeim en svo allt í einu fór ég að hugsa um þegar ég var 13 ára og var að heimsækja vinkonu mína í Noregi. Við vorum að fara að skoða eitthvað safn og stoppuðum fyrst hjá vinafólki foreldra vinkonu minnar sem áttu heima í gulu húsi og áttu lítið barn. Ég man ekkert eftir barninu né vinafólkinu en ég man að húsið var gult og að það var alveg ofboðalega ljótt listaverk á arinhillunni. Já, og gólfteppið var svona loðið rjómahvítgrátt. Svo fórum við á safnið en ég man ekki einu sinni hvað var verið að sýna. En ég man mjög vel hvað ég fékk ótrúlega vonda samloku og þegar ég hugsaði um það, þar sem ég var í miðjum klíðum að útskýra skrúðgönguna, fann ég allt í einu fyrir vonbrigðistilfinningunni sem ég hafði upplifað, nærri 10 árum áður, yfir þessari skitnu samloku.

Mér fannst þetta vara svo súrrealískt.

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Hvat meinar onnkur?

Og svo kom ég heim frá Færeyjum. Hafi einhver haldið því fram að Ísland sé lítið langt, hefur sá hinn sami rangt fyrir sér. Færeyjar eru svo ponsu litlar að maður ætti eiginlega að geta sett þær í vasann. En engu að síður finnst mér þær alveg stórkostlegar og held að eftir þetta blogg hætti ég að gera grín að Færeyingum. Ég á mér t.d. núna þann draum að leigja mér lítið hús í Gamla bænum í Þórshöfn í sirka mánuð eitt sumar og gera eitthvað rosalega kreatívt og stórkostlegt. Það ber eginlega að taka það fram að húsin í gamla bænum standa svo gott sem inni í Þinghúsinu og eru u.þ.b. 2 fermetrar, en alveg undursamlega falleg. En hér eru nokkrir góður punktar frá Færeyjum.

Eitt kvöld spiluðum við, nokkrir Íslendingar og nokkrir Færeyingjar, borðspilið Kánus. Kánsu er málfræðispil ekki ósvipað Trivial Persuit, en spurningarnar fjalla eingöngu um Færeysku t.d. málfræði, uppruna, framburð, stafsetningu o.s.frv. Og ég vann, sem mér þykir afrek.

Eftir 20 min. keyrslu um Þórshöfn, rataði ég fullkomlega um bæinn, vissi hvar nánast allt var, hvar væri best að stytta sér leið, þekkti flest götunöfnin o.s.frv. Eftir klukkutíma bjórdrykkju á laugardagskvöldið var ég búin að sjá flest alla sem staddir voru í Færeyjum á aldrinum 18-32 ára. Svo hitti ég þau flest öll á rölti um bæinn daginn eftir.

Einhver hafði dröslað skítugum og nánast lifandi kodda inní eitt herbergið sem að nokkrar stelpurnar sváfu í. Þær voru fullvissar um að nú væru flær út um allt og upphófst mikið drama um hver ætti að sofa hvar, hvernig væri hægt að sótthreinsa sængurnar og hverjum klæjaði mest. Daginn eftir flóafárið var verið að skipta þeim í hópa fyrir einhver leik. Ein Íslensk stelpa var á móti Færeyskri stelpu sem að hafi verið í flóaherberginu. Setning ferðarinnar var væntanlega þessi

Ragnheiður: "Halldóra and Marit, you are two together"
Halldóra togar ákaft í ermina mín
Ragnheiður: "Hvað er?"
Halldóra: "Ég ætla sko ekki að vera með Marit!"
Ragnheiður: "Nú?"
Halldóra: "Hún er með flær!"

sunnudagur, apríl 09, 2006

This and that

Árshátíð Hamrahlíðarkóranna fór fram í gær með miklum glæsibrag. Allir voru sætir og glaðir og hamingjusamir. Ég var mjög glæsileg, þó að ég segi sjálf frá. Ég var reyndar ekki glæsileg þegar ég fékk lítinn vott af skælunni seinna kvölds. En ég er svo kvenleg og pen að ég skemmdi ekki einu sinni maskarann né eye-linerinn með skælunni. Ég hef nefnilega aldrei fengið skæluna áður þegar skál er við hönd. Ég held að skælan hafi verið beintengd því að í ár var ég ekki, ólíkt fyrri árshátíðum, að missa mig úr stressi á nærfötunum einum saman að gramsa í fataskápnum að reyna að finna dress, fjórum minútum áður en fordrykkur átti að hefjast. Ég þurfti ekki að taka með mér allskonar props og dóterí sem að átti að nota í atriði eða annað, né hlaupa í Ríkið tvær mínútur í lokun. Í ár var ég löngu búin að ákveða í hverju ég ætlaði að vera, hvernig ég ætlaði að vera málið, hvað ég ætlaði að segja og hvenær. Sem sýnir bara að ég þoli ekki skipulag og stundvísi. Sem er fínt, ég fíla órðeiðu og óstundvísi. Skál fyrir því! Skál fyrir ástinni! Skál fyrir Requim! Skál fyrir Tönu! Skál fyrir Sóprönum!

Annars er ég farin að stunda Sundlaugar Reykjavíkur í meira lagi. Það er ekki til betra þynnkulyf en einir 500 m, potturinn og gufubað. Í dag uppgötaði ég að í hvert einasta skipti sem að ég hef komið í Vesturbæjarlaugina hef ég alltaf fengið sama skápinn, skáp 95. Það þykir mér örlítið óhugnalegt.

Og ég er að fara til Færeyja í fyrramálið. Ég er svo töff. Ég er að fara á date með Brandi Enni og Teiti í bænum Toftir á Eysturoy. Töff.