miðvikudagur, apríl 19, 2006

Hvat meinar onnkur?

Og svo kom ég heim frá Færeyjum. Hafi einhver haldið því fram að Ísland sé lítið langt, hefur sá hinn sami rangt fyrir sér. Færeyjar eru svo ponsu litlar að maður ætti eiginlega að geta sett þær í vasann. En engu að síður finnst mér þær alveg stórkostlegar og held að eftir þetta blogg hætti ég að gera grín að Færeyingum. Ég á mér t.d. núna þann draum að leigja mér lítið hús í Gamla bænum í Þórshöfn í sirka mánuð eitt sumar og gera eitthvað rosalega kreatívt og stórkostlegt. Það ber eginlega að taka það fram að húsin í gamla bænum standa svo gott sem inni í Þinghúsinu og eru u.þ.b. 2 fermetrar, en alveg undursamlega falleg. En hér eru nokkrir góður punktar frá Færeyjum.

Eitt kvöld spiluðum við, nokkrir Íslendingar og nokkrir Færeyingjar, borðspilið Kánus. Kánsu er málfræðispil ekki ósvipað Trivial Persuit, en spurningarnar fjalla eingöngu um Færeysku t.d. málfræði, uppruna, framburð, stafsetningu o.s.frv. Og ég vann, sem mér þykir afrek.

Eftir 20 min. keyrslu um Þórshöfn, rataði ég fullkomlega um bæinn, vissi hvar nánast allt var, hvar væri best að stytta sér leið, þekkti flest götunöfnin o.s.frv. Eftir klukkutíma bjórdrykkju á laugardagskvöldið var ég búin að sjá flest alla sem staddir voru í Færeyjum á aldrinum 18-32 ára. Svo hitti ég þau flest öll á rölti um bæinn daginn eftir.

Einhver hafði dröslað skítugum og nánast lifandi kodda inní eitt herbergið sem að nokkrar stelpurnar sváfu í. Þær voru fullvissar um að nú væru flær út um allt og upphófst mikið drama um hver ætti að sofa hvar, hvernig væri hægt að sótthreinsa sængurnar og hverjum klæjaði mest. Daginn eftir flóafárið var verið að skipta þeim í hópa fyrir einhver leik. Ein Íslensk stelpa var á móti Færeyskri stelpu sem að hafi verið í flóaherberginu. Setning ferðarinnar var væntanlega þessi

Ragnheiður: "Halldóra and Marit, you are two together"
Halldóra togar ákaft í ermina mín
Ragnheiður: "Hvað er?"
Halldóra: "Ég ætla sko ekki að vera með Marit!"
Ragnheiður: "Nú?"
Halldóra: "Hún er með flær!"

0 ummæli: