sunnudagur, apríl 30, 2006

Uppskrift

Fullkominn sunnudagur hefst semi-snemma morguns, milli 10 og 11, með stórum latte bolla og ristuðu brauði með rjómaosti. Síðan er haldið í sundlaugina, helst á hjóli, og syntir nokkrir metrar. Ágætt væri að halda í Kolaportið og kaupa sér eitthvað fallegt, eina skemmtilega gleraugnaumgjörð, eyrnalokka, kjól, vínylplötu eða eitthvað óþarft kitchs eldhúsáhald. Svo er lesið, farið út að labba með myndavél, photosjoppað eða jafnvel tekið til, liggi þannig á manni. Því næst er eldaður einhver gúrmei-matur, helst með miðjarðarhafsívafi. Það er nauðsynlegt að eldað sé á háum hælum. Svo er etið og drukkið, hlegið og sungið. Gengið til náða semi-snemma milli 00 og 01.

Krydda má daginn með eigin hugarflugi s.s. óvæntum heimsóknum, kynlífi, föndri, bakstri, messu, Kroniken o.s.frv. Sjálf get ég ekki gert neitt af þessu nema að Billie Holiday sé komin á fóninn. Hana elska ég svo heitt.

0 ummæli: