sunnudagur, apríl 09, 2006

This and that

Árshátíð Hamrahlíðarkóranna fór fram í gær með miklum glæsibrag. Allir voru sætir og glaðir og hamingjusamir. Ég var mjög glæsileg, þó að ég segi sjálf frá. Ég var reyndar ekki glæsileg þegar ég fékk lítinn vott af skælunni seinna kvölds. En ég er svo kvenleg og pen að ég skemmdi ekki einu sinni maskarann né eye-linerinn með skælunni. Ég hef nefnilega aldrei fengið skæluna áður þegar skál er við hönd. Ég held að skælan hafi verið beintengd því að í ár var ég ekki, ólíkt fyrri árshátíðum, að missa mig úr stressi á nærfötunum einum saman að gramsa í fataskápnum að reyna að finna dress, fjórum minútum áður en fordrykkur átti að hefjast. Ég þurfti ekki að taka með mér allskonar props og dóterí sem að átti að nota í atriði eða annað, né hlaupa í Ríkið tvær mínútur í lokun. Í ár var ég löngu búin að ákveða í hverju ég ætlaði að vera, hvernig ég ætlaði að vera málið, hvað ég ætlaði að segja og hvenær. Sem sýnir bara að ég þoli ekki skipulag og stundvísi. Sem er fínt, ég fíla órðeiðu og óstundvísi. Skál fyrir því! Skál fyrir ástinni! Skál fyrir Requim! Skál fyrir Tönu! Skál fyrir Sóprönum!

Annars er ég farin að stunda Sundlaugar Reykjavíkur í meira lagi. Það er ekki til betra þynnkulyf en einir 500 m, potturinn og gufubað. Í dag uppgötaði ég að í hvert einasta skipti sem að ég hef komið í Vesturbæjarlaugina hef ég alltaf fengið sama skápinn, skáp 95. Það þykir mér örlítið óhugnalegt.

Og ég er að fara til Færeyja í fyrramálið. Ég er svo töff. Ég er að fara á date með Brandi Enni og Teiti í bænum Toftir á Eysturoy. Töff.

0 ummæli: