föstudagur, nóvember 11, 2005

Fáfræði ungdóms Íslands

Ég hef ákveðið að byrja á nýjum blogglið. Ég má til. Ég er viss um að við höfum öll verið svona fáfróð einhvertíman, en þetta er svo fyndið þegar maður er komin til vits og ára.

Forsaga
Innskot - Forsagan er í raun óþörf og alltof löng, en ég var búin að skrifa hana svo að hún fær bara að fara með
BSRB ætlaði að vera ofboðslega inn, hip og kúl og gefa út plastarmband (eins og gulu krabbameinsarmböndin) sem dreift var á flest alla vinnustaði. Á armbandi stendur Brúum bilið - Öflug almannaþjónusta er undirstaða velferðar - BSRB. Okkur í vinnunni fannst þetta mjög fyndið því að þetta er svo langt og hallærislegt. Þess vegna gegnum við með armböndin í gríni í nokkra daga. Svo ákváðum við að spyrja ungdóminn hvað þeim finndist nú um þessi bönd

Ragnheiður: "Hey, Nonni, hvað finnst þér um þetta armband hérna?"
Nonni: "Ööö, ég veit það ekki, hvað stendur á því?"
Ragnheiður: "Brúum bilið. Öflug almannaþjónusta er undirstaða velferðar. BSRB"
Nonni: "Vó, en fáránlegt. BSRB er svona sumarbústaðafyrirtæki!"

0 ummæli: