fimmtudagur, júlí 28, 2005

Djöfullinn
(Þið verið að fyrirgefa. Ég má ekki blóta í vinnunni svo að ég fæ útrás hér)

Mig langar sjúklega til að fara á alþjóðlegu jugglehátíðina 2006. Þarf þá reyndar að fórna öllu öðru sem ég er að gera í lífinu almennt (væntanlega þar meðtalið að borða og sofa) og finna mér juggle partner. Sá þetta vídjó hér (sem er stórt og ekki innlent svo að ég myndi ekki ná í það nema þið tímið). Djísös... þetta er bara kreisíness in þö breinhás. Annars hef ég bara verið í vatnslag, spurningakeppni og Capture the flag í vinnunni. Ógeðskeppni á morgun. Og svo Innipúkinn. Og svo smánunarútilegan 2005. Ekki slæmt það.

0 ummæli: