laugardagur, júlí 23, 2005

Lífslisti
Listinn er bein tilvitun í Tískubókina sem gefin var út árið 1963.

------------------

Atriði sem yður eru ef til vill ekki ljós, og þó má það vera en þau blasi áreiðanlega við áhorfandanum

MÖGULEIGUR KOSTIR
- Góðlegt svipmót
- Festulegur svipur
- Ástúðlegt bros
- Eðlilegt trúnaðartraust
- Heillandi persónuleiki
- Rólyndi, látleysi, eða jafnvægi í fasi
- Ávallt stundís
- Geðþekk rödd og hlátur
- Almenn snyrtimennska
- Smekkur klæðaburður
- Fallegt andlit
- Góður líkamsvöxtur
- Reisn
- Geðfelldur, eðlilegur litarháttur
- Fögur húð
- Gott hár og háralg
- Vel gerðir fætur og ökklar
- Góðar hendur og fagrar neglur
- Ábyrg í fjármálum
- Góður skipuleggjandi
- Heilbrigð afstaða til lífsins almenn, einkum gagnvart erfiðleikum


MÖGULEIGIR VANKANTAR
- Drýldið eða fráhrindandi svipmót
- Flausturssvipur
- Of hátíðlegt eða alvarlegt útlit
- Hroki
- Fráhrindandi persónuleiki
- Fálmkennt fas, eirðarleysi eða fjas
- Alltaf óstundvís
- Óþolandi rödd eða hlátur (eða ennþá verra, fliss)
- Hirðuleysi
- Algjört smekkleysi í klæðnaði
- Sviplaust andlit
- Óheppilegur vöxtur
- Óburðug, hokin staða
- Ógeðfelldur, meðfæddur litarháttur
- Óhrein húð
- Strítt hár og erfitt háralag
- Stórir fætur og sverir ökklar
- Stórar hendur og lélegar neglur
- Eyðslukló
- Engin "lífsstefna", þumbari, slæpingi

Sannleikurnn er sá. að þér munuð komast að raun um, að sjálfsskoðun í samræmi við þessar línur er mjög lærdómsrík meira að segja svo, að þótt þér læsuð ekki lengra, mundi prófið hafa ótrúleg bætandi áhrif á yður.

------------------

Spurning um að taka þennan lista sér til fyrirmyndar í daglegu lífi, sérstaklega feitletruðu atriðin...

0 ummæli: