Skeð og heyrt í vinnunni
Scenario no. 1 - Eymundsson
Á sunndaginn kom róni inn í bókabúð, gekk upp að mér og spurði hátt og skýrt "Heyrðu, áttu ekki Penthouse". Ég, af einhverjum óútskýranlegum ástæðum, fór í algjöra kleinu og þóttist halda að Penthouse væri tölvublað. Eftir að ég hafði viðurkennt fyrir sjálfri mér að ég vissi vel að Penthouse væri klámblað sem og komist að því að það væri uppselt spurði maðurinn "En hvar geymiru eiginlega þessi blöð eins og Penthouse, Playboy og sonna?". Ég benti ræfilslega á dónablöðin og dreif mig á hinn enda blaðarekkans, aðallega vegna áfengisfnyksins sem lagði af manninum. Og þá kallar róni gamla til mín "Heyrðu væna, áttu ekki fleiri klámblöð en þetta?". Allar gömlu konurnar sem stóðu að skoða Allers og Se og Hørt hurfu mjög skyndilega út úr búðinni.
Scenario no. 2 - Eymundsson
Karl: "Heyrðu, hvar finn ég svona sellófanlím"
Ragnheiður: "Sellófanlím?"
Karl: "Já, svona sellófanlím"
Ragnheiður: "Sérstakt lím til að líma sellófan?"
Karl: "Nei, þetta er svona glært og mjótt með lími á svona rúllu"
Ragnheiður: "Öööö.. límband?"
Karl: "Já, einmitt"
Scenario no. 3 - Leikjarnámskeið
Krakki eitt: "Sko, mig dreymdi þig í nótt og þá varstu búin að aflita hárið þitt. Mér finnst það samt flottast svona brúnt"
Ragnheiður: "Já, en í alvörunni þá er ég með skollitað hár"
Krakki tvö:" "Ha? Í alvöru? Ég hélt að þú værir með hárkollu"
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli