Líf mitt sem ljósmyndanemi
Af gefu tilefni vil ég taka fram að mér finnst þetta hlægilegt og er síður en svo að missa alla von. Ég vildi bara deila þessu með ykkur
- Ég á ekki ljósmæli. Öll verkefnin sem við gerum byggjast á notkun þessa blessaða tækis.
- Þrífóturinn minn er eldri en afi minn og erfiðari í notkun en fyrstu tölvurnar.
- Ég hef nú þegar, eftir tvö próf og tvö verkefni, miskilið eitt próf og eitt verkefni.
- Verkefnin sem ég hef klárað hafa verið frekar venjuleg og hugmyndasnauð.
- Ef Andra Fagra nyti ekki við þá kynni ég ekki að taka myndir á nýju fallegu myndavélina mína.
- Fyrir tæpum 20 min. síðan barði ég sjálfan mig alla harkalega í framan með nýju fallegu myndavélinni minni og sit nú með kaldan gelpoka til að ég bólgni ekki öll upp.
Hver ætlar svo að halda því fram að ég sé ekki efnileg!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli