sunnudagur, október 05, 2003

Pæling

Ætli það verði einhvertímann fundin upp ný tegund að fötum? Þá er ég ekki að tala um jakka sem sér um lyfjagjöf eða skó sem ganga sjálfir. Og ég er ekki að tala um eitthvað eins og sokkabrjóstahaldara. Ég meina eitthvað gjörsamlega nýtt. T.d. nefskjól eða geirvörtuhúfa eða puttalopi. Ég trúi ekki að fataiðnin sé svo úrelt og gamaldags að það sé ekki hægt að finna upp nýja flík.

0 ummæli: