miðvikudagur, ágúst 27, 2008

Á Menningarnótt hitti ég litla 3 ára stelpu á Miklatúni. Þegar ég sagði henni að ég héti Maísól þá sagðist hún eiga vinkonu sem heitir líka Maísól. Kindin Maísól sem hún á reyndar og skírði sjálf. Maísól, því hún er fædd í maí. Ég varð mjög spennt og vildi ólm fá að vita hvenær hún ætti afmæli. Kindin er því miður fædd 9. maí en ekki 25. þannig að allar vonir mínar um að halda næst afmæli með kindinni fuku út um gluggann. Ég sá þetta bara svo fyrir mér, Pálmi Gunn eitt árið og rolla það næsta.

0 ummæli: