Nokkrir hlutir sem eru mér lífsnauðsynlegir þessa stundina:
- Pálma Gunn screensaver-inn minn á öllum tölvum sem ég kem nálægt. Án hans væri ég ekkert.
- Bréfaklemmur
- Heftari
- Rás 2 og Gullbylgjan.
- Blaðamappa með klemmu og vasa. Svona "já viltu kvitta hér" dæmi.
- Kaffi. Kaffi. Kaffi. Kaffi.
- Hjólið mitt. Án þess væri ég ekkert.
- Blár toppur, allt í boði Kakó Feita.
- Ótrúlega lúðalegt lykla- og gsm-band sem ég hef um hálsinn öllum stundum.
- Comso og bjór úti í garði hjá Leifi.
- Avókadó og kotasæla- Nýju gluggatjöldin mín. Það var tregablandin tilfininng þó að henda pappakössunum.
Nokkrir hlutir sem mér þætti ágætt að fá:
- Stefnu og markmið í lífinu.
- Gaur til að sofa með yfir augun. Helst eins og Audrey Hepburn á í Breakfast at Tiffany's. [Innskot frá höfundi: samt ekki gaur í meiningunni karlmaður. Heldur gaur í meiningunni hlutur]
- Mixtape og Walkman. Eða iPóða. Eða pening fyrir slíkum.
0 ummæli:
Skrifa ummæli