OK skiluru!
Einhvern vegin hafa öll tækjamál endað á mér í vinnunni undanfarna mánuði. Kannski vegna þess að ég kunni þessa basic hluti; XLR snúra, rca snúra, Jack snúra, input/output, treble.. Svo ég vílaði það ekki fyrir mér að læra á risa 16 rása mixer með allavega 107 mismunandi tökkum og græja söngkeppnina með hljóðfærum og öllu tilheyrandi. Það gekk svona, allavega klikkaði ekkert og hljóðið var s.s allt í lagi, svona allavega fyrir byrjanda. Svo kepptum við í undankeppni söngkeppni Samfés í gær og allt fór í fokk. Það heyrðist ekkert í Korgnum, tölvan hljómaði eins og úr dós, söngurinn var of lágt stilltur, gítarinn of hár og allt alveg ömurlegt. Svo mínir menn (sem eru algjör krútt og í fáránlega töff elektróbandi sem er bound to be famous) fengu að spila aftur í lok kvölds, í þetta skiptið tengdi ég tölvuna og sagði svitalyktinni, sem hafði tekið á sig form hljóðmanns, að hækka í þessu og lækka í hinu. Svo byrjaði að ískra í gítarnum "Þú verður að lækka í gain-inu" segi ég, "Gaininu? OK". Svitahljóðmaðurinn byrjar að fikta í einhverjum tökkum. "Nei, ekki í bassanum, í gain-inu" "Já einmitt" svarar hann og heldur áfram að snúa hinum og þessum tökkum, þó aðallega á öðrum rásum. "Gain-ið er sko hér" segi ég og bendi honum á takkann. "Ha. Já. Ok." Ég fann hvernig ég er að breytast hægt og smátt í sveittan mann í kakhi buxum, bol merktum Landsbankahlaupinu 1998, íþróttaskóm úr Hagkaup, með gleraugu, fitugt hár, farsímann í beltinu og byrgðir af tómum kókfloskum í aftursætinu á bílnum.
Djöfull er ég með fine krakka sem eru sjúklega skemmtileg. Hugsa að ég gefi bara þetta 24 ára rugl uppá bátinn og gangi aftur í 9. bekk. Ég er kannski ekki besti starfsmaður í heimi. Ég espi þau upp í gamnislag, borða allt nammið þeirra og stundum tala ég alls ekki fallega við þau. Það var t.d. hreystikeppni á laugardagsmorguninn og þau vildu ekki út að styðja við sína keppendur og voru öll með væluna. Ég var að fara á fund og nennti ekki þessu rugli "Ef þið drullið ykkur ekki út núna og öskrið úr ykkur lungun til að styðja strákana, þá fokking drep ég ykkur!" Þau unnu að sjálfsögðu bikar fyrir að vera besta stuðningsliðið!
Og Kaffibarinn my ass, þegar maður getur eytt laugardagskvöldi á balli með DJ Óla Geir og Andra Ramirez sem spila LoveGuru og allt heimsins versta teknó í sínu eigin fáránlega remixi (mér þó til mikillar skemmtunar). Ég var að reyna standa fyrir því að allir myndi öskra "Óli Geir, úr að ofan! Óli Geir, úr að ofan!" Ég var greinilega ein um þann áhuga.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli