laugardagur, nóvember 17, 2007

Af skífuþeytingum

Stundum er mjög fyndið að vera skífuþeytir (eða lagavalameistari.. hvað sem þú vilt kalla það).

Ég er að spila Don't stop me now með Queen.
Gaur að dansa: "Don't stop me now, I'm having such a good time I'm having a boy"

Klárlega uppáhalds óskalagaafsökunin mín
"Ég er hérna með mjög stórum hópi sem erum á reunioni / í fótboltaliði / úr Breiðholtinu / í saumklúbb / í vísindaferð / á fjölskyldumóti / í steggjapartý / ótrúlega töff / stór vinahópur.. os.frv. og okkur langar svo að heyra.."

Drukkin pía: "Heyðu, getuðu spiað hadna laið hadna úú óió íí me Víser hadna þúst hadna lagið"
Maísól: "Nei, ég á það ekki"
Drukkin pía: "Jaa, altæ."

Hún sendir kærastann, vinkonuna og einhvern mann sem hún þekkir ekki til að biðja um sama lag. "Þarna lagið Úú íí óó" með Weezer. Sem ég á ekki. Kemur aftur klukkutíma seinna.

Drukkin pía "Heu, ge spilah hadna húst hadna úúóóuuíí me vísr?"
Maísól: "Nei ég á það ekki"

10 min seinna

Drukking pía: "Gespilaúúúóóííímvírs?"
Maísól: "Nei, því miður. ég á það ekki.

Spurning um að gera bara eins og Atli Viðar sagði, að spila bara alltaf Hey Ya með Outkast.

0 ummæli: