fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Af draumförum, ekki samförum

Það hefur komið fyrir þónokkuð oft undanfarið að þegar ég vakna [og er ekki að hugsa um hvað mig langar að gefa styttu af Jesús high-five] þá er ég óstjórnlega pirruð út í þýska konu. Kona þessi býr fyrir ofan mig í draumaþáttaröð sem mig dreymir þessa dagana. Aðalpersónur í henni erum við Þremenningasambandið sem búum saman í úthverfi í Hollywood á Spáni í pínulítilli íbúð sem hefur verið innréttuð af mikilli natni í stórkostlega ljótum seventies stíl. Í hverjum draumi erum við að skipuleggja eitthvað ótrúlegt, syngja á tónleikum með Leoncie og Ringo Starr, spila landsleik með ungverska fótboltaliðinu á Maracaná í Rio, fara í tökur á raunveruleikaþættinum okkar sem fjallar um bandarískar húsmæður sem giftast eþópískum þrælum og flytja til Kóreu o.s.frv.

En það bregst ekki að þegar við erum á leið á atburðinn sjálfan, erum tilbúnar í synchronized ofurhetjugöllunum okkar [sem ég hef ekki enn skilið hvernig okkur tekst alltaf að fá Kakó til að fara í], stöndum í hurðinni og bíðum eftir þyrlunni þá mætir nágranninn. "Maisol, you take ze baby now ja? Und ze dog ja? Very gut". Og ég fer inn, úr gallanum og upp að passa. Ég veit ekki hvort að þessi kona er einhvers konar landlord, en ég segi allavega aldrei annað en "Yes Catarina". Stundum lofar hún að vera komin í tæka tíð, svo ég ná ég nái nú á stórviðburðinn, en alltaf sit ég með barnið grenjandi í fanginu og helvítis smáhundinn geltandi að horfa á Lólu, Kakó, Ringo Starr og Leoncie í sjónvarpinu. Eða alveg þar til ég vakna, sjóðandi ill út í Catarinu, barnið og smáhundinn.

0 ummæli: