laugardagur, júlí 07, 2007

Í gær var vinnupartý. Gleðisveitin Hrókar alls fagnaðar rokkaði fimm manna áhorfendaskarann svo svakalega að löggan mætti á svæðið.

Í kvöld er partý á Round Ave. Mikið er alltaf gott á Round Ave. Ég sötra bjór og er öll í hundahárum. Mugison er á svölunum að segja frá sýrutrippsíbúð með plastsófa, upplásnum af helíumi. Siggi er að segja frá því þegar hann synti í kúkavatni og svo fara hann og frænka Steina Roses að tala um hvað það sé mun betra að skola á sér rassinn frekar en að skeina sér.

Ef þér leiðist komdu þá á Kofann í kvöld. Ég ætla að spila oldies lög, rockabilly, surf, soul og halda uppi almennri gleði.

Einhvern veginn finnst mér eins og bloggið mitt sé að verða súrara og súrara sem á líður..

0 ummæli: