laugardagur, júlí 14, 2007

Það er merkilegt að vera DJ. Ég myndi nú reyndar ekki kalla þetta að vera DJ, frekar að vera lagavalameistari eða hitplayer. Einu skiptin sem mér finnst ég vera DJ er þegar ég segi nei við öllum óskalögunum og spila bara það sem ég vil hlusta á. Ég spila Þorparann minnst þrisvar á kvöldi. Og fólk segir við mig: "Þú er KEPPNIS!!!" Það er fyndið. En fólk er merkilegt. Hér eru dæmi.

Dansgólfið er fullt, keðjan er fyrir hurðinni og það er biðröð inn

Full kona: "Geturu ekki spilað eitthvað með Bubba? Þetta er alveg glatað sem þú ert að spila. Það fílar þetta enginn!"
[innskot - ég er að spila rockabilly-syrpu við mjög góðar undirtektir með hrópum og klappi eftir hvert lag]
Maísól: "Jah, mér sýnist fólk nú vera í partýstuði"
Full kona: "Nei elskan mín. Þau eru bara að sýna lit!"


Stelpa: "Áttu Don't stop me now með Queen?"
Maísól: "Nei, því miður"
Stelpa: "En eitthvað annað lag?"
Maísól: "Með Queen?"
Stelpa: "Nei nei, bara eitthvað annað lag"
Maísól: "Uuu.. já.."


Strákur: "Áttu Í svörtum fötum?"
Maísól: "Nei, því miður"
Strákur: "En Á móti sól?"
Maísól: "Nei, því miður"
Strákur: "En Skítamóral?"
Maísól: "Nei, því miður"
Strákur: "En Sóldögg?"
Maísól: "Nei, ég er því miður ekki sveitaballahljómsveit"

En nú er ég á leið á Seyðisfjörð á hina stórkostlegu listahátið L.ung.A. Ég ætla að njóta sveitasælunnar í lopapeysu og gúmmítúttum, fara á sirkusnámskeið, dansa í grasinu með Braulio og Ernesto og njóta Íslands. Allar sms kveðjur næstu klukkutímana eru vel þegnar. Ég mun vera ein í partýstuði með kaffi og kleinur á kantinum og Þorparann í botni.

Þau byrja öll og enda alveg eins,
líkt og milli sleggju og steins.
Með ógna brimöldu á aðra hönd
og sjoppu út við gráa strönd.

0 ummæli: