Já mikið lifandi, skelfingar, ósköp þykir mér lífið skemmtilegt. Ég tek nýjar ákvarðanir um mína nánustu framtíð á hverjum einasta degi. Ég er svo random þið vitið. Ég er í stórkostlegri vinnu með stórkostlegum samstarfsfélögum sem ættu að fá orðu fyrir að vera.. tjah.. stórkostlegir. Við sýnum brúðuleikhús og sinnum listinni. Svo treð ég upp sem DJ Maísól á Kofanum um helgar. Þar verður þönderpartý í sumar með þemakvöldum, því ég er jú, eins og alheimur veit, svo sjúk í það. Svo treð ég líka upp sem bakradda- og frontsöngkona, ásláttarpía og luftpíanisti með Gleðisveitinni Hrókar alls fagnaðar í brúðkaupum. Það er besti bransi í heimi, brullupsbransinn. Allir eru svo glaðir, með harðsperrur í kinnunum og þurrir í tárakirtlunum því þetta er jú allt svo fallegt og ástfangið. Hljómsveitin dansar með brullupshjónunum og heldur uppi partýstuði. Á morgun held ég svo til Póllands á listahátíð með elskulegum skólafélögum mínum. Þar verður væntanlega meira partýstuð og mikið um að sinna listinni.
Þetta er allt svo stórfenglegt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli